12.07.1913
Efri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í B-deild Alþingistíðinda. (1529)

28. mál, ábyrgðarfélög

Júlíns Havsteen (1. kgk):

Hinn háttvirti framsögum. hefði getað minzt á eitt fjelag til, auk þeirra er hann nefndi, nefnil. Söassurance-fjelagið, sem lengi hefur starfað hjer. Það fjelag var stofnað með sjerstökum konungsúrskurði 1746 og síðan endurnýjað 1850. Það getur því sjálfsagt komizt undir ákvæði frv. um þau fjelög, sem stofnuð eru með sjerstökum lögum. — Úr því að hæstv. ráðherra er hjer viðstaddur, vil jeg beina þeirri spurningu til hans, hvernig stjórnin hugsi sjer, hvernig þeirri tryggingu eigi að vera varið, sem fjelögin setja. Ætlar stjórnin jafnframt að heimta depositum af fjelögunum, eða ætlar hún að láta sjer nægja yfirlýsingu frá einhverjum banka eða stjórn þess lands, sem fjelagið á heima í? Mjer væri kært, að hæstv. ráðherra vildi gefa upplýsingar um þetta.