12.07.1913
Efri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (1532)

28. mál, ábyrgðarfélög

Ráðherra:

Þessi undanþága er sprottán af því, að stjórnin óttaðist, að það kynni að baka Iandinu stórtjón, ef ekki væri sleginn þessi varnagli. Það væri illa farið Og mundi verða lánsstofnunum landsins og mörgum manni bagalegt, ef fjelög þau, er mest viðskifti hafa hjer á landi og hafa um langt skeið reynzt traust og áreiðanleg, þættust hafa tilefni til að firtast, hætta starfsemi hjer og segja upp ábyrgðum. Þau fjelög, sem hjer er um að ræða, eru Öll í miklu áliti, og stórrík, og virðist því landsmönnum ekki geta staðið nein hætta af viðskiftum við þau, þó að þau ekki hafi lagt fram neitt sjerstakt tryggingarfje hjer á landi. — Jeg vil annars geta þess, að það voru ekki aðallega brunabótafjelögin, sem stjórnin hafði fyrir augum, þegar hún tók þetta frv. upp eftir tilmælum alþingis, heldur sjerstaklega lífsábyrgðarfjelögin. Sum þeirra hafa hlaupa-umboðsmenn út um landið, er taka við fje af mönnum, sem stundum hefur aldrei komið til skila. Jeg hygg því, að það sje óheppilegt að gera slíka breyttill. við frv., sem hinn háttv. þm. V: Skaftf. (S. E.) gat um, og vona að hún verði ekki samþykt.

1. gr. samþ. í e. hlj.

— með 8: 4 atkv.

3. — — í e. hlj.

4. — — sömuleiðis.

5. — — —

6. — — —

7. — — —

8. — — —

Fyrirsögn samþ. án atkvæðagreiðslu. Málinu vísað til 3. umr. í e. hlj.