12.07.1913
Efri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í B-deild Alþingistíðinda. (1539)

34. mál, lán til byggingar íbúðarhúsa á prestssetrum landsins

Framsögumaður:

Það var minst á það áðan, að vangá hjá nefndinni mundi hafa verið, er hún samdi viðaukatillöguna við 2. gr., að hún minnist þar aðeins á. járnvarin timburhús, en sleppir bæði steinhúsum og steinsteypuhúsum. En hjer er ekki að öllu leyti vangá um að kenna. Vjer töldum það svo sjálfsagt, að ef um hentug steinhús væri að ræða, þá þyrfti ekki á þau að minna sjerstaklega, því að landstjórnin mundi ekki hika við að veita lán til að kaupa þau, þótt ekki væri það beinlínis tekið fram, væri að öðru leyti ekkert annað til fyrirstöðu kaupunum. Auk þess taldi nefndin það miklu líklegra, að timburhús stæðu til boða á þann hátt, sem gert er ráð fyrir í br. till en steinhús; það er svo skamt síðan farið var að byggja þau, að þau eru óvíða til. En sjálfsagt mun þó nefndin fús á, að taka bendingurna til greina, og láta ákvæðið ná eigi síður til steinhúsa, en timburhúsa. H. 1. þm. Húnv. (Þ. J.) þykir of mikið, að veitt sje 5000 kr. lán til einnar húsbyggingar; en það tel jeg ekki vera. Það er auðsætt, að 3000 kr. nægja ekki til að byggja fyrir sæmilegt íbúðarhús úr steini, ekki sízt ef gerðar eru kröfur til, að húsið sje vandað að gerð, og það er nauðsynIegt að halda fast við þær kröfur, ekki sízt, þar sem hjer er að ræða um byggingar, sem eiga að geta staðið mjög lengi, jafnvel öldum saman. Það hefur verið kvartað um það, að ýms steinhús, sem hingað til hafa verið bygð, sjeu ekki nærri svo vönduð, sem skyldi, og að þessu þyrfti að kippa í lag, en þá verða húsin dýrari. Og auðvitað er, að hollast og affarabezt er, að byggja húsin sem traustust og vönduðust, og þar ætti Iandsstjórnin að ganga á undan með þær byggingar, sem hún veitir fje til, þótt að láni sje. Það er sjálfsagt, að þessar byggingar verða dýrari í svipinn en hinar óvandaðri, en þær margborga sig, og því má eigi skera tillagið til þeirra um of við neglur.

Ég skil ekki í því, að þótt bygð sjeu á prestssetrunum hús fyrir 5000 kr., eða rúmlega það, að ýmsir bændur sjái sjer ekki fært að byggja hjá sjer í samræmi við húsin þar. Ef þá skortir fje, þá byggja þeir ódýrari hús; ef þeir hafa ráð á, þá leggja þeir meira fram. Yfirleitt mun mega treysta því, að b ændur sníði sjer stakk eptir vezti með húsabyggingar sínar, en stæli ekki í blindni eftir því, hvernið bygt kann að vera á prestssetrunum.

Jeg fæ því ekki sjeð, að það verði með rökum haft á móti tillögunni um hækkun byggingarlánanna, að það muni leiða bændur á glapstigu og vinna landbúnaðinum mein.