12.07.1913
Efri deild: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (1541)

34. mál, lán til byggingar íbúðarhúsa á prestssetrum landsins

Framsögumaður:

Þeir; sem kunnugir eru steinhúsbyggingum, vita, að 5000 kr. muni ekki hrökkva til að byggja hæfilegt íbúðarhús á flestum prestssetrum, eins og lögin gera ráð fyrir að þau verði. Það má því gera ráð fyrir, að prestar yrðu lang oftast að leggja meira eða minna fram úr eigin vasa til húsbyggingarinnar, þótt 5000 kr. lánið fengist. Að vísu skal eg játa það, að mikill munur er á byggingarkostnaðinum eftir því hvort efnið er á staðnum eða ekki; en sú mun þó reyndin verða, að naumast komi það fyrir, að lánsfjeð eitt nægi til byggingarinnar. Jeg veit, að einmitt það hefur aftrað sumum frá að byggja, hve lánsupphæðin er lág.

Sá, sem byggir, situr stundum svo lengi á staðnum, að hann er búinn að endurborga mikið af láninu, þegar hann hverfur frá. En auk þess sem hann borgar þannig mikið af láninu og árlega vexti af því, verður hann að gefa staðnum alt sem hann hefur lagt til byggingarinnar frá sjálfum sjer. Það getur þó varla verið tilætlunin, að prestar gefi staðnum svo þúsundum króna skiftir. Hingað til hafa þeir orðið að greiða lán, er þeir hafa fengið til bygginga, á fremur stuttum tíma, lengst á aðeins 28 árum, og átt þó ekkert í húsunum á eftir. Hin gildandi lög bæta mikið úr því, þar sem lánin eru veitt til lengri tíma, og árgjaldið af þeim því lægra. En framlögin í fyrstu verða engu minni, og sjeu þau látin vera mikil, koma þau ósanngjarnlega niður á einum manni, þeim sem fyrir endurbyggingunni beitist og hefur mörg óþægindi af, sem ekki er gott að taka til greina við kostnaðinn við sjálfu bygginguna. Hjer er ekki um það að tala, að landssjóður verði fyrir neinu tjóni við lánin. Hann er vel trygður með vexti og afborganir, það sem honum er ætlað veð í tekjum prestakallsins. Eina ívilnunin er sú, að vextirnir eru lágir.

Að öllu athuguðu held jeg fast við það, að lánið til hverrar búsbyggingar megi vera 5000 kr.