15.07.1913
Efri deild: 9. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (1569)

53. mál, friðun fugla og hreindýra

Sigurður Stefánsson:

Viðvikjandi því, er háttv. flm. tók fram, að veiða mætti lundann eftir að æðarfuglinn er farinu úr va.rplandinu, þá held jeg það gangi nokkuð seint að vinna bug á honum með því móti; það verði að byrja það fyr. Að hafa veiðitímann ekki lengur en frá æðarvarpstímalokum til kofnaveiðatíma, er ofstutt. Ef nokkurt verulegt gagn á að geta orðið af veiðinni, þarf að byrja hana strax að vorinu og halda henni fram alt sumarið.

Í raun og veru eru þessi veiðiaðferð mjög ómannúðlegleg eins og háttv, flm: (Guðjón Guðj.) tók fram, og lundinn getur kvalizt í netinu í langan tíma og orðið hröfnum og vörgum að bráð (Guðm. Björnsson: Eins og á flekunum við Drangey).