16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 77 í B-deild Alþingistíðinda. (1572)

19. mál, eftirlaun handa Steingrími Thorsteinssyni

Steingrímur Jónsson:

Jeg er fremur mótfallinn því, að nefnd sje sett í mál þetta. Mjer finst það draga úr þeirri viðurkenning, sem þingið vill veita þessu skáldi voru, með því að veita því heiðurslaun, en ef mönnum ekki líkar orðalag frumvarpsins þá finst mjer það vera ofurhægt að breyta því með breytingartillögum.

Rektor Steingrímur Thorsteinssen er nú kominn á 83. árið; hann hefur með höndum vandasamt starf, sem hann hefur nóg að gera við, starf sem er hið mesta trúnaðarstarf, og þörf á að sje vel rækt, starf, sem er svo vel launað, að hann þarf engrar viðbótar, á meðan hann hefur það á hendi. En líkur eru fyrir, að hann muni bráðlega segja því lausu, og þá finst mjer ekki nema rjett gert, að láta hann fá þá viðurkenningu, að hann taldi eftir sem áður sömu launum. Og mjer finst það alls ekki vera óviðkunnanlegt, að hann haldi sömu launum: Það er siður erlendis, að þegar þjóðin vill sýna einhverjum mikla sæmd og virðingu fyrir vel unnið starf, að þá, lætur hún þann mann halda sömu launum og hann hafði, meðan hann fór með embættið, eftir að hann lætur af því. Og það þykir ætíð hinn mesti sómi. Og hinn sama sóma vil jeg sýna þessu þjóðskáldi voru. Þessvegna er jeg með frumvarpinu, því efnahagur skáldsins er ságður allgóður, svo eftirlaun hans, 2/3 launanna, mundu nægja honum.