16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

56. mál, sala á þjóðjörðinni Fossi í Suðurfjarðarhreppi

Hákon Kristoffersson:

Það er fyrir hönd ábúanda þessarar jarðar að jeg kem fram með þetta frumv. Ábúandinn óskaði, að fá haoa keypta, og bar fram ósk um það fyrir sýslunefnd Barðastrandarsýslu. en þá stóð svo á, að líkindi voru til þess, að kolanáma væri í landinu, og af því synjaði sýslunefndin beiðninni. En síðar hefur það komið fram, að það eru engin líkindi til þess, að þar verði kolanáma, að mninsta kósti ekki fyist um sinn. Þess vegna hefur sýslunefndin nú í seinni tíð ekki verið á móti sölunni, en stjórnarráðið hefur synjað; synjunarástæður þess eru mjer ekki kunnar og get því ekki um þær dæmt.

Auk marga annars mælir það með sölu á jörðinni, að ábúandinn hefur gert stórmiklar jarða- og húsabætur á jörðinni, og nema þessar stórfeldu bætur hans fleiri þúsund króna. Auk þess stuðlar það mjög að því, að hann vill fá jörðina keypta, að sonur hans, þessi eini, sem er eftir hjá honum, segist fara frá honum, ef hann ekki kaupi jörðina.

Jeg skal geta þess, að það er foss þar í landareigninni, sem getur verið líklegt, að nota megi til iðnaðarreksturs, og er ábúandinn ánægður með það, að hann sje ekki með í sölunni, eins er undanskilið í sölunni land til notkunar við þennan iðnrekstur, ef svo kynni að fara, að fossinn yrði einhverntíma til þess notaður. Að öðru leyti leyfi jeg mjer að vísa til skjala þeirra, er lögð hafa verið fram á lestrarsalnum um mál þetta.

Eg vona, að hin háttv. deild leyfi máli þessu að ganga óhindruðu áfram í gegnum deildina, og þótt jeg hafi heyrt, að einstöku háttv. þingmenn sjeu á móti allri þjóðjarðasölu, þá vænti jeg þess, að þeir ekki leggi steina í götu máls þessa, því hjer hagar eins til og um aðrar þjóðjarðir, sem eru seldar. Og jeg fyrir mitt leyti vildi helzt, að hver ætti þá jörð, sem hann býr á.

Að lyktum vil jeg leggja til, að kosin sje þriggja manna nefnd til að íhuga mál þetta, að þessari fyrstu umræðu lokinni, og ætti sú nefnd þá meðal annars að kynna sjer neitunarástæðu stjórnarráðsins.