16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í B-deild Alþingistíðinda. (1583)

37. mál, hagstofa Íslands

Júlíus Havsteen:

Jeg ætla mjer ekki að fara að tala um nauðsyn þessarar stofnunar nje það gagn, sem af henni mætti leiða, en jeg vil aðeins geta þess, að það er mín skoðun, að það hefði mátt fresta þessu nýmæli um nokkur fjárhagstímabil, þar sem fjárhagur landssjóðs er svo bágborinn. Jeg hef í rauninni ekki heyrt annað haft á móti Landshagsskýrslunum, en að þær komi of seint. En úr því mætti að líkindum bæta á annan hátt en með þessari nýju stofnun.

Jeg hef heyrt talað um efstu bygð alþingishússins sem húsnæði fyrir hagstof una. En jeg verð að segja, að mjer finst orðið full áskipað í alþingishúsinn. Háskólinn er þar, og síðastliðinn vetur hjelt niðurjöfnunarnefndin þar fundi sína. Ennfremur hefur bæjarstjórnin beðið um fundarsal í þinghúsinu og það hefur jafnvel verið sótt um, að fá að hafa þar yfirsetukvennaskóla. Svo að menn geta sjeð, að nóg er nú eftirsóknin !

Jeg vil hjer nota tækifærið til þess að minnast á bókasafn alþingis. Það komst í óreiðu 1909, er skrifurum þingsins var leyft að vera þar við skriftir, og munu þá fleiri hafa slæðzt þangað inn, en skrifar- arnir einir. — (Stgr. Jónsson: Hefurmiklu verið stolið af bókum?) — Einhverju hefur verið stolið, menn geta svo sem getið því nærri, úr því stolið hefur verið af lestrarsal Landsbókasafnsins, þar sem þó er umsjónarmaður. — En nú er komið vel á veg að ráða bætur á þessari óreglu, sem safnið komst í, því Jón Ólafsson hefur tekið sjer fyrir hendur að semja spjaldskrá yfir það, og hefur hann nú næstum því lokið því verki. — En hræddur er jeg um, að ekki verði hægt að rýma bókasafninu burt úr þinghúsinu, því að Landsbókasafnið getur ekki tekið á móti því, — þar er ekkert pláss. Jeg hygg því, að það verði torvelt að vista hagstofuna í efstu bygð alþingishússins.