16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 96 í B-deild Alþingistíðinda. (1589)

37. mál, hagstofa Íslands

Sigurður Eggerz:

Jeg þarf ekki að bæta miklu við það, sem jeg sagði áðan. Jeg lít svo á, sem háttv. nefnd hafi verið íhaldssöm um of, er hún vildi spara aðstoðarmanninn, enda sparast ekki annað við það, en launahækkunin upp í 3000 kr.

Þar sem háttv. 6. kgk. þm. talaði um nauðsynina á að skipa vel hæfan mann í þá stöðu, er hjer er rætt um að stofna, þá er jeg honum vitanlega alveg samdóma um það, en hjer, sem oftar, verður áð trúa stjórninni fyrir þessari veitingu, enda þó alltaf geti misheppnazt. Það getur hugsazt, að ekki verði gott, að fá mann til stöðunnar, ef prófskilyrðið er sett í lögin, því eins og kunnugt er, eru aðeins örfáir kandídatar til í þessari fræðigrein. Jeg neita því ekki, að sjerþekking og lærdómur í þessum greinum sjeu afarmikils virði, en hinu má heldur ekki gleyma, að maður, sem hefur reynslu í þessum málum, og auga fyrir því, sem praktískt er, getur, þó próflaus sje, unnið eins þarft verk eins og lærðu mennirnir, sem stundum liggur við að drukkna í hringiðum „theoríanna“. Mjer er næst að halda, að jafnvel háttv. framsögum., eftir þeim áhuga, sem hann hefur sýnt á sumum málum, sem undir hagstofuna heyra, mundi fær um að taka starf þeitta að sjer.

Jeg sje, eins og háttv. þm. Skgf. (Jósef Bj.), enga ástæðu til að láta eftirlaunarjett fylgja þessu fyrirhugaða embætti. Engan eftirlaunarjett hafa landsímastjóri, og Iandsverkfræðingur: Og þess gerist ekki þörf, ef launin sjálf eru sæmileg.