19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (1597)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Framsögnmaðnr (J.B.):

Háttv. umboðsmaður ráðh. (Kl. J.) minntist á tvær aðalbr. nefndarinnar á frv. Hann var nokkuð á öðru máli en nefndin um rjett óskilgetinna barna til ættarnafns föður síns. Þar vildi nefndin, að skilgetin og óskilgetin börn væru jafn rjetthá. Hæstv. umboðsm. ráðherra vildi láta þennan rjett til að bera ættarnafn fylgja arftökurjettinum. Jeg skal játa, að jeg er að nokkru leyti samdóma háttv. umboðsm. (Kl. J.) um þetta efni, að það væri eðlilegast, að arftðkurjettur og rjettur til ættarnafna fylgdust að. En jeg vil ekki láta það standa í vegi fyrir rjetti til ættarnafna, að ekki hefur enn verið numið úr lögum annað eins ranglæti og það, að óskilgetin börn hafa ekki erfðarjett, og jeg tel óhugsandi, að slíkt ranglæti standi lengi ennþá í lögum. Í þessu. eiga skilgetin og óskilgetin börn að vera jafn rjetthá. Og gamlar og rótgrónar venjur ættu ekki að geta haldizt lengi, er viðurkent hefur verið, að þær væru ranglátar. Og nefndin stendur fast á því, að þessi rjettindaákvæði nái til allra barna, að minnsta kosti til þeirra barna, er játað hefur verið faðerni að. Aftur viðurkenni jeg, að rjett sje að undanskilja börn frá þessum rjetti í tilfellum, þar sem mörgum er dreift við faðernið. Þá verður að telja barnið föðurlaust.

Jeg skal þá örlítið minnast á auknefni. Mörg suknefni eru byrjun ættarnafna. En munurinn á kenningarnöfnum og ættarnöfnum er mjög óljós, og nefndin vildi gera skýran greinarmun á þeim. Kenningarnafn er það, er að eins einn maður ber, en gengur ekki að erfðum til niðja hans, t. d. Bjarni frá Vogi, Jónas frá Hriflu. o. fl. Engum dettur í hug að þessi nöfn gangi að erfðum. Það eru kenningarnöfn. En ættarnöfn það, er gengur að erfðum. Jeg sje ekki neitt á móti því, að gera greinarmun á þessu.

Um bendingar þær, er fram hafa komir um dóttir, son og sen skal jeg ekki deila við menn. Nefndin er auðvitað fús á að taka slíkar bendingar til íhugunar, en jeg get ekki sagt um, hvað hún kann að fallast á, fyr en hún hefur haft fund með sjer um þær.

Þeir háttv. þm. N. Múl. (E. J.) og háttv. umb. ráðh. minntust á orðið „venjulega“ í 2. málagr. 2. gr. í brtill. nefndarinnar, og þótti það vsjárvert. Það fæ eg eigi sjeð. Meiningin með því er ekki önnur en sú, sem kemur fram í næstu málsgr. eftir, að þegar maður hefur ættarnafn, sje hann eigi skyldur til að skrifa föðurnafn sitt fullum stöfum, en ella altaf. Það mætti ef til vill orða þetta þannig: Hver maður skal ávalt rita föðnrnafn sitt fullum stöfum, nema þegar hann hefur kenningarnafn eða ættarnafn. En það er engin ástæða til að stryka orðið alveg út.

Þá minntist háttv. umboðsm. ráðh. (Kl. J). á 3. gr., ákvæðið um, að kona megi taka upp ættarnafn sitt, ef til væri, og slíkt skyldi ná til barna hennar, og þótti slíkt ekki í samræmi við frumvarpið. Það má segja bæði já og nei við þessu. Það er á móti rauða þræðinum í frv., því að reglan er, að ættarnöfn gangi í erfðir í beinan karllegg, en það er aftur í samræmi við það ákvæði, að hver maður á rjett á að skifta einu sinni um nafn. Annars er nefndin fús á að athuga þetta nánar. —

Háttv. þm. N. Múl. þótti það ákvæði athugavert, að hlíta skyldi úrskurði íslenzkuhennara Mentaskólans um þetta mál. Háttv. umbm, ráðh. tók og fram, að eðlilegra væri að leita norrænu-prófessors háskólans um þetta, og má vel vera, að það sje rjett. En aftur óttast jeg ekki hitt, eins og háttv. þm. N.-Múl. (E. J.), að hann kynni að verða einhver sjervitringur, er notaði vald sitt um of. Það verður að treysta því, hvort heldur það væri íslenzku-prófessor háskólans eða íslenzku-kennari Mentaskólans, er leitað væri úrskurðar hjá um þessi efni, að þeir leyfðu eigi, að neitt hneykslanlegt nafn yrði tekið upp.

Hátt. þm. N.-Múl. (E. J.) vildi eigi, að prestar hefðu meira en tillögurjett um nöfn barna, og taldi líklegt, að það mundi duga.

En jeg er ekki viss um, að þetta sjerjett, Jeg hef heyrt tvo menn segja dæmi þess, er foreldrar vildu eigi fara eð ráðum prests í þessu efni og hætta við nöfn, er þeir töldu hneykslanleg.

Jeg tel því fulla ástæðu til að veita prestum þann rjett, er hjer er stuugið upp á. Hef jeg svo ekki fleiru að svara að sinni.