19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 125 í B-deild Alþingistíðinda. (1604)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Steingrímur Jónsson:

Jeg vildi aðeins taka það fram, að jeg get verið samþykkur háttv. flutningsmanni (Sig. Stet.) og háttv. nefnd, að þetta mál eigi fram að ganga. Jeg tel sjálfsagt, að við strax á þessu þingi förum að undirbúa oss til þess síðar að geta tekið að oss strandvarnirnar. Og jeg er einnig samdóma háttv. nefnd um það, að til þess sje bezt að nota fje það, er við fáum í sektir fyrir ólöglegar botnvörpuveiðar. Jeg tel það hvorki forsvaranlegt nje rjett, að láta þétta fje vera með öðrum tekjum á fjálögunum, og nota það síðan í ýms ársútgjöld; því föst ársútgjöld vor eigum við að greiða á annan hátt, með tollum og sköttum; og jeg tel þeim mun betur fara á þessu, þar sem Danir telja fje þetta eftir oss.

Þegar jeg Ias frv., þá datt mjer fyrst í hug: á að leggja meira fje til sjóðsins en þetta? Það er vitanlega ekki hægt að segja um það, hversu mikið fjesektirnar verða fyrir ólöglega fiskveiði, og því þaðan af verra að segja, hvenær sjóðurinn verði nothæfur. Eu víst er um það, að þetta er mikið fje eftir reynslu síðustu ára. Ef sjóður þessi hefði verið stofnaður um síðustu aldamót, væri hann nú orðinn yfir 200 þús. kr., auk vaxta og vaxtavaxta. En jeg sje ekki ástæðu til að leggja að sinni neitt sjerstakt fje til sjóðsins úr landsjóði, því fjárhagur landsins er þröngur og eigi líklegt, að sjóðurinn taki fyrst um sinn til starfa. Jeg álít heldur ekki rjett, að leggja sjóðnum árlega fúlgu úr landssjóði, fyr en búið er að leggja ákvarðað „Plan“ fyrir notkun hans. Um þetta atriði áskil jeg mjer rjett til að gera till. til 3. umr.

En fyrir mjer er það mest um vert, að sektsfjeð sje notað á þennan hátt, og mjer skylst á þessu frumvarpi, að það þurfi ekki mjög mikið fje til þess að sjóðurinn geti komið að notum.

Jeg fyrir mitt leyti er ekki í vafa um það, að eitt skip, eins stórt og venjulegur trollari, með 8–9 mönnum geti gert meira gagn til þess að verja oss fyrir ólöglegri síldveiði milli Langanes og Horns, en Fálkinn nú gerir. Og slíkt skip ætti ekki að kosta meira en 10–15 þús. kr, um síldveiðitímann. Þetta tek jeg fram, svo menn geti sjeð, að sjóðurinn geti gert gagn, áður en hann er orðinn mjöð stór.

Um breytingartillöguna, að ávaxta sjóðinn í Landsbankanum, er jeg háttv. nefnd sammála.