19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Steingrímur Jónsson:

Jeg vil fullvissa hinn háttv. framsm. um, að jeg sje ekki eftir þessum 5000 kr. til sjávarútvegsins. Því að það er sannfæring min, að sá atvinnuvegur hafi lengi verið fremur útundan í þinginu. En jeg er hræddur um, að ef þessar 5000 kr. — og svo ef til vill, aðrar 5000 kr. og hinar þriðju 5000 kr. — eru teknar úr landssjóði, þá muni þrengja um of að fjárhag landsjóðs, svo að peningar fáist ef til vill ekki til annara nýtilegra fyrirtækja sjávarútvegnum til eflingar. Jeg veit t. d., að von er á beiðni frá Fiskiveiðafjelaginu um 12,500 kr. ársstyrk, og hygg jeg, að það mundi ekki greiða fyrir þeirri fjárveitingu, ef þessi till. yrði samþykt.

Annars held jeg, að hægt sje, að gera ýmislegt fyrir strandvarnirnar, þó menn ekki einskorði fyrirætlanir sínar við það, að koma upp strandgæzluskipi. Kostnaðurinn við það fyrirtæki, er afarmikill. „Islands Falk“ kostaði nm 580 þús. krónur, og úthaldskostnaðurinn er um 130 þús kr. á ári. Jeg held, að margt megi gera fyrir strandvarnirnar, fyrir talsvert minna. fje.