19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í B-deild Alþingistíðinda. (1610)

36. mál, nafnabreytingar og ný nöfn á býlum

Jósef Börnsson, framsm.:

Það er sama að segja um þetta frv. og frv. um mannanöfn, að það er fram komið vegna þess, að nafnabreytingar á býlum geta valdið óþægindum í viðskiftalífinu. Slíkar nafnabreytingar hafa að vísu altaf verið gerðar í fullkomnu heimildarleysi, en alt um það hafa þær tíðkazt talsvert. Nefndin, sem skipuð hefur verið í þetta mál, er stjórninni samdóma um, að þessu beri að afstýra, og leggur hún því til, að stj.-frv. verði samþykt með lítilfjörlegum breytingum, sem nálega eingöngu eru orðabreytingar. 1. brtill, er við 1. gr. frv. og er hún orðabreyting. Oss þótti viðkunnanlegra að nota hin venjulegu nöfn, höfuðból, hjáleiga, grasbýli og þurrabúð í staðinn fyrir „býli, afbýli, grasbýli, húsmennskubýli“, sem stj. frv. notar. — 2. brtill. er við 2. gr. frv. um að fella burt úr þeirri gr. tvð óþörf orð. — Við 3. gr. eru 3 brtill, og er ein þeirra efnisbreyting. Í frv. stendur, að eigi megi leyfa samnefni á býlum í sama hreppi, en nefndinni þykja þau takmörk of þröng og vill setja sýslu í staðinn fyrir hrepp. Nefndin leggur til að nokkur hluti af 5. gr. falli burt, eða síðari hluti hennar, sem ræðir um borgun til sýslumanna fyrir skrásetning bæjarnafns, og við 6. gr. gerir hún þá brtill., að landeign komi í staðinn fyrir lögbýi. Nýtt býli getur verið bygt úr afrjetti, og því er landeign heppilegra orð þarna heldur en lögbýli.

Jeg minnist ekki, að jeg þurfi að taka fleira fram viðvíkjandi frv. og vona jeg, að það fái góðan byr hjer í deildinni.