19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í B-deild Alþingistíðinda. (1611)

36. mál, nafnabreytingar og ný nöfn á býlum

Steingrímur Jónsson:

Jeg heyrði ekki, að háttv. framsm. mintist á brtill við 5. gr., en jeg vil leyfa mjer að mæla á móti, að hún verði samþykt. Mjer finst ranglátt, að leggja það ómak, sem hjer er um að ræða, á herðar sýslumönnum, án þess þeir fái borgun fyrir það. Það er örðugt verk og umfangsmikið að semja registrin við veðmálabækurnar og halda þeim í lagi, og þingið hefur að undanförnu gengið oflangt í þá átt, að bæta við embættisverk sýslumanna án þess að áskilja þeim endurgjald fyrir það. — Að öðru leyti vil jeg taka það fram, að mjer finst ástæðulaust að heimta nafnfestisgjald af þeim býlum, sem fá þan nöfn löghelguð, sem þau lengi hafa haft.