19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í B-deild Alþingistíðinda. (1620)

28. mál, ábyrgðarfélög

Umboðsmaður ráðherra (Klemens Jónsson):

Það er rjett, sem háttv. 6. kgk. þm. (G. B.) tók fram, að brtill. á þgsk. 64 og 104 felur sama í sjer og brtill á þgsk. 89, og því miður verð jeg að játa, að það lítur svo út, sem það muni blása byrlega fyrir þessari breytingu á frv., er farið er fram á, þar sem 6 menn standa á bak við hana í jafnmiklu fámenni, og hjer er í deildinni. En þótt svo sje, þá vil jeg biðja háttv. deild, að athuga vel, hvað hún gerir, áður en hún samþykkir þessa breyting, sem getur orðið til stórskaða. Svo getur farið, ef krept verður meira að brunabótafjelögunum, en stjórnin fer fram á, að þau hætti að reka ábyrgðarstörf hjer á landi, og að fólk fái því ekki eignir sínar vátrygðar. Jeg vil því mæla með breyttill. nefndarinnar um 10 ára ákvæðið. Menn mega ekki ætla, að þetta sjeu grýlur einar. Innlend brunabótafjelag er ekki til; það hefur ekki lánast, að koma því upp, sem alkunnugt er, og ef útlendu fjelögin hætta starfsreksiri sínum, fæst hvergi vátrygging, og hvar stöndum vjer þá? Það hefur nýlega komið fyrir, að stjórninni hefur verið neitað um vátrygging, er landsjóð varðaði miklu, að fengizt. Jeg skal skýra frá, hvernig því víkur við. Á síðustu fjárlögum var veitt heimild til 50 þúa. kr. láns til verksmiðjunnar „Ísland“ á Ísafirði. Stjórnin hefur veitt 30 þús. kr. af þessari upphæð. Á laugardaginn var rann vátryggingin út. Stjórnarráðið skoraði á verksmiðjueiganda, að endurnýja hana þegar í stað, eða senda skírteini um, að verksmiðjan væri vátrygð annarstaðar. Var þá símað að vestan, að vátrygging fengist ekki þegar í stað, en ekki vonlaust um, að hún fengist síðar. Þar sem landssjóð ur átti hjer svo mikið í húfi, ljet stjórnin leita fyrir sjer um vátrygging hjá umboðamönnum brunabótafjelaganna hjer í bæ, en þeir hafa allir neitað. Mjer dettur eigi í hug að halda því fram, að þessi neitun komi til af því, að þetta frv. er komið fram. Jeg veit ekki, hvernig stendur á því. En eignin er nú óvátrygð, og ef slys ber að höndum, tapar landsjóður stórfje. Mjer þótti rjett að skýra þinginu frá þessu. Það var ekki eftir tillögu stjórnarinnar, að lánið var veitt. Þingið átti upptök að því, og ber því ábyrgð á því.

Þetta mál er því alvarlegt og mjög athugavert. Það er annað en gaman, ef menn verða að segja: „Jeg get ekki framar fengið hús mín vátrygð“. Hvað verður þá um lánstraustið? Menn mega því ekki hrapa að því, að samþykkja þessa tillögu.

Eitt er víst — og það get jeg fullvissað háttv. flutningsmenn brtill. um, að það er með öllu skotið loku fyrir, að menn hjer á landi, geti fengið eina tegund vátryggingar, slysavátrygging, sem farið hefur í vöxt í seinni tíð hjer, ef brtt. verður samþykt. Hjer á landi er mikil þörf á slíkri vátrygging, og það er gleðilegt, að hún hefir tíðkazt allmikið hjer í seinni tíð. Umboðsmaður þess fjelags, er þá vátryggingarstarfsemi rekur, hefur áreiðanlega haft það á orði, að ekki kæmi til mála, að það hjeldi áfram þeirri starfsemi með þeim skilyrðum, er því eru sett í brtill.

Jeg vona, að háttv. deild athugi málið nánara, og vil að síðustu beina því að henni, hvort henni finst ekki ástæða til að taka það út af dagskrá og fresta úrslitum þess til mánudags.