19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (1623)

28. mál, ábyrgðarfélög

Steingr. Jónsson, framsögumaður:

Þrátt fyrir hina uppörfandi ræðu h. þm. V: Sk. (S E.), get jeg ekki, neitað því, að eftir að jeg heyrði ræðu háttv. umboðsmanns ráðherra (Kl. J.), varð jeg hálf hræddur um, að hjer geti verið töluverð hætta á ferðum. Jeg vil minna á það, ð á seinni árum hafa ýms góð og velmetin ábyrgðarfjelög hætt starfsemi sinni hjer, svo sem „Commercial Union“, er hætti um 1900 að starfa hjer, „det kgl. octr. Brandassurance Kompagni“ og ensku fjelögin „Sun“ og „Star“. Ef fleiri bætast við, og við því er hætt, ef frv. þetta, ásamt brtill. á þgskj. 64, fær framgang, þá getur horft til mestu vandræða. Jeg skal ekki segja, hvort svo verði; háttv. umboðsm. ráðh. (KI. J.) á að geta farið nær um það. En viss þykist jeg um, að varúðarvert sje, að samþykkja brtill. á þgskj. 64. Það hefur komið fram tillaga um, að fresta málinu til mánudags, og vil jeg styðja hana. Fyrir mjer er sú sjerstaka ástæða til þessa, að jeg vildi geta komið fram með brtill., sem jeg hygg að gæti orðið til málamiðlunar. Hún mun stefna að því, að fjelögin sjeu skyld til að hafa hjer varnarþing en þurfi ekki að setja tryggingu. Jeg bjóst við, að aðrir mundu koma með brtill, í þessa átt, og því gerði jeg það ekki.