19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í B-deild Alþingistíðinda. (1625)

28. mál, ábyrgðarfélög

Umboðsm. ráðherra Kl. J.):

Háttv. þm. V.- Sk. kvað mig mjög hræddan við brtill. við frv. Jeg játa það, að jeg er mjög hræddur um, að það hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir landsmenn, ef brtill. háttv. þm. (S. E.) fá framgang, og því tel jeg mjer skylt, að vara við þeim, Veldur ei sá, er varir. Háttv. þm. (S. E.) hjelt að hjer væri um tómar umboðsmannabrellur að ræða, og var á honum að skilja, að þeir mundu vera að róa í þá, sem við málið væru riðnir, og einhvers megnuðu, til að hefta framgang þess. Þetta nær að minsta kosti ekki til mín. Jeg hef að eins talað við einn umboðsmann ábyrgðarfjelaga, og það var í vetur um það bil, sem frv. var samið, og bjóst hann við, að sitt fjelag mundi ganga að þeim kostum, sem settir eru í stjórnarfrv. Jeg hef ekki sjálfur talað við umboðsmann slysaábyrgðarfjelagsins, en jeg hef það eftir áreiðanlegum manni, að það muni hætta að starfa hjer, ef því verður íþyngt fram yfir það, sem nú er. Umboðsmenn hafa alls ekki verkað á mig, hvorki með ógnunum nje fortölum. Hræðsla mín getur því ekki verið runnin frá þeim; hún stafar mest af minni eigin reynslu, af því, hve erfitt mjer og landsfjehirði hefur gengið að fá brunabótaábyrgð á niðursuðuverksmiðjunni á Ísafirði; við höfum gert tilraunir, til þess alla þessa viku, og erum þó jafnnær enn.

Háttv. 2. kgkj. (E. Br.) var hræddur um, að þó að skilyrðið fyrir undanþágunum yrði bundið við 10 ára starfstíma hjer á landi, í staðinn fyrir 20 ára, þá mundi það ekki ná til slysaábyrgðarfjelaganna; þau mundu ekki hafa starfað svo lengi hjer. Mjer er ekki fullkunnugt um það, en það veit jeg, að sá maður, sem mest hefur fengizt við slysaábyrgðarstarfið, hefur dvalið hjer lengur. (G. B.: Slysaábyrgðar starfsemi hefur farið fram hjer á landi aðeins 5 síðustu árin). Vjer megum ekki fara svo langt, að menn verði því nær útilokaðir frá að tryggja líf og eignir; og jeg játa það afdráttarlaust, að jeg er hræddur um, að svo færi, ef háttv. þm. V.- Sk. (S. E.) fær vilja sínum framgengt, og þau fjelög svift undanþágunni, sem stjórnin leggur til í frv, sinn að hana fái. Því hefur verið kastað fram, að hjer sje verið að stofna til einokunar; en jeg get fullyrt, að hún muni ekki gerast meiri en nú er, þótt frv. stjórnarinnar yrði óbreytt að lögum. Vjer vitum það, að útlendu ábyrgðarfjelögin hafi myndað hring og standa í föstu sambandi sín á milli, svo að eitt undirbýður ekki annað. Þetta veit jeg að er satt. Allir 3 ráðherrarnir hafa reynt að koma í framkvæmd lögunum nr. 58, 22, nóvbr. 1907 um stofnun brunabótafjelags Islands. Þeir hafa leitað til útlendra ábyrgðarfjelaga um endurvátryggingu; en alstaðar hafa þeim mætt sömu svörin, og sömu mótbárurnar. Það er auðsjeð, að hjer liggja á bak við samtök fjelaganna. Það kemur því ekki til mála, að meiri einokun verði, þótt að eins starfi hjer 3–4 ábyrgðarfjelög, heldur en þó þau væru fleiri. Við búum nú hvort sem er undir einokun. Smáfjelögin, sem hingað leita, eru líka í hringnum. Jeg tel það ekki æskilegt, að þeim fjölgi mikið, þau geta ekki boðið betri kosti en sterkari fjelögin, en eru ekki jafn ábyggileg, sem þau. Af þessum fjelögum er því sjálfsagt að heimta tryggingar. Öðru máli er að gegna um þau fjelög, sem menn vita að standa föstum fótum, og jafnan hafa reynzt áreiðanleg. Jeg endurtek það enn, að jeg bið háttv. deild að athuga vandlega afleiðingarnar af því, að samþykkja brtill. háttv, þm. V: Sk. (S. E,) og fjelaga hans.