21.07.1913
Efri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 149 í B-deild Alþingistíðinda. (1632)

28. mál, ábyrgðarfélög

Steingrímur Jónsson, framsögumaður:

Nefndin hefur leyft sjer að koma með viðaukatillögur við brtill. á þgskj.107, og er hún á þgskj. 120. Meiningin með henni er, að reyna að koma miðlun á milli ákvæða stjórnarfrv. og brtill. á þgskj. 64. Ástæðan fyrir því, að nefndin ber fram þessa miðlunartillögu, er sú, að bæði kemur það fram í ástæðunum fyrir frv. þessu hjá stjórninni, og eins ljet hæstv. umboðsmaður ráðherra (Kl. J.) það ótvírætt í ljós, að stjórnin ber kvíðboga fyrir, að sum af þeim ábyrgðarfjelögum, sem við sízt megum missa, muni hætta starfsemi sinni hjer, ef þeim eru sett hörð skilyrði; og örðugt muni verða að fá líf og eignir trygt hjer á landi. Nefndin vill ekki hafa það á sinni ábyrgð, að svo fari, og því hefur hún borið fram Viðaukatiltillögu þessa. Hún telur það víst, að stjórnin hjer hafi meiri kunnugleik til að bera, og vill því beygja sig fyrir skoðun hennar. Hinsvegar telur nefndin það sjálfsagt, að öll ábyrgðarfjelög hafi varnarþing hjer og telur það ekki geta verið fráfælandi fyrir fjelögin. Fyrir nefndarinnar hönd vil jeg svo ráða h.d. til að samþykkja viðaukatillöguna og brtill. á þgskj. 107.