21.07.1913
Efri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 154 í B-deild Alþingistíðinda. (1635)

28. mál, ábyrgðarfélög

Steingr. Jónsson, framsögumaður:

Háttv. þm. V,-S. (S. E.), gat um það, að slysaábyrgðarfjelögin hefðu — ekki gagn af því, þó að breytingartillaga nefndarinnar yrði samþykt og er það rjett. En þegar verið var að ræða um þau á laugardaginn, þá var það, að því er mjer skyldist, til þess að sýna, hversu ábyrgðarfjelögunum er laust í hendi með ábyrgð hjer á landi.

Sami háttv. þm. sagði, að ef breytingingartillaga vor væri samþykt, þá hefðu Iögin litla þýðingu fyrir landið, því flest ábyrgðarfjelög, er störfuðu hjer, væru þá undanskilin. En það er ekki rjett, því lögin hafa þó þýðingu í framtíðinni og altaf bætast ný fjelög við, er koma inn undir ákvæði laganna. Annars er mikið minni ástæða til þess að gera þessar kröfur til fjelaga þeirra, er hafa starfað hjer lengi, því þau hafa að minsta kosti flest staðið vel í skilum, og það er heldur ekki hætt við því, að þau verði gjaldþrota. (S.E: var ekki Dan gjaldþrota). Jeg veit ekki betur, en að annað lífsábyrgðarfjelag hafi yfirtekið skuldbindingar fjelaga þess, er háttv. þingm. minnist á, lífsábyrgðarfjelagið Hafnia, sem líka starfar hjer á landi, samanber grein í Politiken 6. þ.m. Mun það vera svo í framkvæmdinni, að ef eitthvert af hinum eldri fjelögum hættir, þá tekur annað fjelag við skuldbindingum þess.

Aðalatriðið hlýtur því að vera, að fjelögin hafi varnarþing hjer á landi, og það fæst með breytingartillögu háttv. þingm. V. -Skf. (S.E.) og fleiri.

Það er vitanlega rjett, að fjelögin starfa hjer vegna ágóðans, en ágóðinn er mjög lítill, því starfssvið hjer er, svo takmarkað. Þess vegna er það, að ef hert er á ákvæðunum, þá er hætt við því, að fjelögin hætti starfsemi sinni hjer með öllu. Það eru ekki fjelögin, sem eru sjerstaklega fýkin í að starfa hjer, heldur hygg jeg, að það sjeu miklu fremur agentarnir, sem gylla um of starfsmöguleikana hjer á landi fyrir þeim.

Háttv. þingm. mega ekki gera í þessu máli of lítið úr hættunni. En þó jeg beri þennan kvíðboga, þá mun jeg samt ekki skjálfa, þó breytingartillaga háttv. þingm. V.-Skf. (S. E.) verði samþykt, en jeg skal hinsvegar játa það, að jeg býst við að hafa ver, ef jeg fæ þá frjett að alt er óvátrygt hjá mjer, og veit jeg. þó, að í því efni stendur talsvert ver á hjá öðrum, einkum hjá þeim, er reka verzlun.

Við ættum að minast þess, að allur er varinn góður.