21.07.1913
Efri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í B-deild Alþingistíðinda. (1637)

27. mál, vatnsveitingar

Þórarinn Jónsson framsögumaður:

Jeg skal vera stuttorður um þetta mál, því þó að breytingartillögurnar sjeu margar, þá er gerð grein fyrir þeim í nefndarálitinu, nálega öllum.

Nefndin, sem fjallaði um mál þetta, sá, að það var vel undirbúið. Á alþingi 1911 var lagt fyrir stjórnina, að semja frumvarp þetta, og hefur hún orðið við þeirri ósk. Síðan hef jeg heyrt, að Búnaðarfjelag Íslands hafi fengið þeð til íhugunar og álíta, og stutt að því, að málið næði framgangi.

Tilgangur frumv. er góður, og mál það, er það fjallar um, er þarft. Vatnsveitingar eru nauðsynlegar, og má oft koma upp með þeim fjölgresi og góðum gróðri, þar sem nú er með öllu arðIsust land. En til þess, að hægt sje að framkvæma það, þá er nauðsynlegt að bindast samtökum. En það er stundum svo, að þar sem þörf er á að koma á nauðsynlegum vatnsveitingum, eiukum í stærri stíl, þá stendur fjelagsleysi því fyrir þrifum. Þannig getur nú einn einstaklingur neitað, að taka þátt í því, og þannig eyðilagt málið, þó það sje til hinna mestu stórþrifa og heilla fyrir marga. Þessa eyðileggingarkrafta vill frumv. afnema, en aftur láta þá vera með í framkvæmdinni, þó nauðugir sjeu.

Breytingartillögurnar eru flestar orðabreytingar; en fæstar efnisbreytingar, og þarf því litlar athugasemdir um þær.

Í 1. gr. vill nefndin láta fella burt á kvæðin um, að ef úttektarmennirnir komast að þeirri niðurstöðu, að ekkert mein sje að áveitunni eða framræslunni, þá skuli hún vera bótalaus. Þetta vill nfd. láta fella burt, vegna þess að hún telur það altaf einhverra bóta vert, og vill ekki gefa úttektarmönnunum undir fótinn, hvað þetta atriði snertir. Og verði verulegur ágreiningur, má láta fram, fara yfirmat, samkv. 20. gr. Í sambandi við þetta er það, að nefndin vill láta bæta inn í 2. gr., þar sem verið er að tala um skaðann, er landeigandinn kann að bíða, bæta inn í orðinu „mun“ er það gert til að sýna að það þurfi þó að mun þó nokkru ef um bætur eigi að vera að ræða.

Þá vill nefndin ennfremur gera þá breytingu á síðust u málsgrein 1. gr., að ef úttektarmenn ekki meta gjörðarbeiðanda meiri bætur, en honum hafa verið boðnar, þá verði gjörðarbeiðandi að greiða matskostnaðinn. Nefndin telur það sjálfsagt, að, áður en að um mat er beðið; þá hafi farið fram einhver boð til sátta, og telur þá rjett, að gjörðarbeiðandi greiði matið, ef skaðinn er ekki metin meir, en það sem boðið var:

Við 2. gr. leggur nefndin til, að í stað: „án þess endurgjald komi fyrir“, komi: „gegn hæfilegu eftirgjaldi“, og er þessi breyting í samræmi við 1. gr. Að öðru leyti eru hinar breytingarnar við þessa grein aðeins orðabreytingar. Sama má segja um 11. breytingartillöguna að hún sje í samræmi við 1 gr. Nefndinni þótti það hart, ef munurinn væri mjög lítill, máske, 1–4 kr., að fara eftir því.

Við 3. gr. hefur nefndin gert töluverðar breytingar. Jeg skal geta þess, að það hefur orðið prentvilla eða einhver misgáningur hjer við 13. brtill. Það á að vera „13.“ Frá orðunum: „breytingin snertir hagsmunalega“ o. s. frv. í stað þess „13, Orðunum: „breytingin snertir hagsmunalega o. s. frv. Með þessari tillögu leggur því nefndin, til að feldar sjeu í burtu upptalningarnar eða þessi kafli: „og það sje gert til þess að afstýra landbroti, sandágangi eða öðrum skemdum, eða hreytingin miðar að því, að gera hægra fyrir að ná vatni til áveitu eða gera beina farvegi á landamerkjum með því að nema burtu: króka eða fara yfir nes“. Nefndin lítur svo á, að þessi upptalning sje þýðingarlítil, því hún geti hvort sem er aldrei verið tæmandi.

Í frumv. voru engin ákvæði um það, hvernig færi, ef vötn breyttu sjálfkrafa farvegi sínum. Þó einhvér gömul ákvæði sjeu, eða kunni að vera, til um, þetta í Jónsbók, þá greinir lögfræðingana á um það, hvort þau sjeu í gildi, og þótti því nefndinni rjett, að taka upp ákvæði um þetta, og er það í 14. breytingartill. nefndarinnar.

Þá hefur nefndinni þótt rjettara, að miða það við mannvirkin í heild sinni, en en ekki vatnsmegnið einvörðungu, hvort leita ætti álits verkfróðs manns, og gerir breytingartill. um það.

Við 5. gr. gerir nefndin þá breytingu, að tímatakmarkið sje felt í burtu. Nefndin álítur, að það sje gagnslaust, og gæti jafnvel verið óheppilegt. Þetta atriði á að vera á valdi úttektarmannanna að meta.

18. brtill. er við 6. gr., að á eftir orðunum „óskift land“ í byrjun fyrstu málsgreinar, komi: „eða land, sem ekki er skift til eignar, svo sannanlegt sje“. Nefndinni þótti nanðsynlegt að bæta þessu við, því vel getur verið að um einhver munnmælaskifti sje að ræða, sem eigi verði bönnuð. Nefndinni þótti því sjálfsagt, að bæta þessari setningu við til varúðar. — 19. brtill. er áðeins orðabreyting. — 20. brtill. er einnig við 6. gr., að í stað orðanna: „Skiftin skulu miðast við stærð jarðanna eða jarðarpartanna eftir jarðamatinu“, komi: „Skiftin skulu miðast við jarðarmagn“. Þessi brtill er framkomin vegna þess, að jarðamat vort er orðið svo gamalt og þess vegna óábyggilegt, oft og tíðum. Af sömu ástæðu er auðvitað 21. brtill. gerð.

— 22. brtill. er við 8. gr. Með þeirri brtill. vill nefndin, eins og vikið er að í nefndarálitinu, tryggja það, að samþyktir verði betur undirbúnar, heldur en gjört er ráð fyrir í frv. — 23. brtill. er einnig við. 8. gr. og fer fram á það, að fæðispeningingar fundarstjóra verði hækkaðir úr 2 kr. upp í 4 kr., því að það er í samræmi við það kaup, sem annars er goldið fyrir viðlíka störf, og ætti ekki að verða tilfinnanlegt fyrir sýslusjóðina, því að vafalaust þyrfti mjög sjaldan að gjalda það. — 25. brtill. er við 15. gr. Nefndinni þótti greinilegra að taka það fram, að það væri stjórn samáveitunnar, sem skyldi skifta kostnaði þeim, sem af henni stafaði, milli jarðanna, en það er ekki tekið fram í stj.frv. — 26. brtill. er við 18. gr. og er það aðalbrtil. nefndarinnar. Í stj.frv. er ákveðið, að þegar áveitufjelag hefur tekið jörð eignarnámi og greitt andvirði hennar, þá geti það selt jörðina, án þess að nokkur forkaupsrjettur komi til greina. Nefndin vill ekki, að leiguliði missi forkaupsrjett sinn, og vísa jeg til þess, sem segir í nefndarálitinu um það atriði. — 27. brtill. er við 19. gr. stj.frv. og ákveður, að sýslumaður kveðji oddamann til gerðarinnar, ef úttektarmenn verða ekki á eitt sáttir, en brtill. fer fram á, að úttektarmenn tilnefni oddamann, áður en mat byrjar, og hyggur nefndin, að þetta sje meiri trygging fyrir samkomulagi. — 28. og 29. brtill. við 20. gr. eru svo lítilfjörlegar, að ekki þarf að eyða orðum að þeim. — 30. og síðasta brtill. er við 21. gr., að inn í hana sje bætt ákvæði um, að meta megi upp aftur, ef það kemur seinna í ljós, að áveitan eða framræslan gjörir meiri skaða, en fyrirsjáanlegt var í upphafi. Háttv. stjórn hefur sjálf gert ráð fyrir þessu í athugasemdunum við frv., en oss þótti rjettara að taka það fram í lögunum.

Að svo mæltu vil jeg leggja það til, að háttv. deild samþykki frv. með þeim breytingum, sem nefndin hefur gert á því.