21.07.1913
Efri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 175 í B-deild Alþingistíðinda. (1646)

37. mál, hagstofa Íslands

Umboðsmaður ráðherra (Kl.J.):

Mjer þótti vænt um, að jeg fjekk tækifæri til að leiðrjetta þau ósannindi, sem fram voru borin í þessu máli um mig, þó þau ættu lítið skylt við þetta mál. Jeg nefndi ekki nöfn, því sjálfur var jeg ekki viðstaddur hjer, þegar orðin fjellu, en hef lesið þau í blaði einu (G. B.: sem er fjarska vitlaust). Háttv. þm. hljóta að vita það, að þeim sæmir ekki, að hlaupa eftir einhverjum Gróusögum, og byggja staðhæfingar á því, að einhver hefur sagt þeim þetta og þetta; skylda þeirra er að leita sjer jafnan sannfróðleiks, og ekki sízt, þegar þeir bera þungar sakir á fjarverandi menn. Það er margir, sem hafa gaman af að láta óreynda og auðtrúa menn hlaupa með allskonar sögur, en þingmenn ættu ekki að láta hafa sig að slíkum ginningafíflum. Háttv. þm. Barðstr. (H. Kr.) er auðsjáanlega ekki nógu fróður um þetta mál, þótt hann ræði um það sem fróður væri. Hann sagði, að nógir starfsmenn væru á 3. skrifstofu stjórnarráðsins til að semja landshagsskýrslurnar; nefndi hann þar mann meðal annars, sem þar hefur aldrei verið, og er því þekking hans í þessu jafnmikil og í málum yfirhöfuð. Háttv. þm. (H. Kr.) bað velvirðingar á því, ef hann hefði eitthvað ranghermt, og var það drengilega gert, en hitt aftur miður, að bann hjelt áfram dylgjum sínum, bygðum á tómum kviksögum. Háttv. þm. leggur mikla áherzlu á, að hann hafi ekkert fullyrt, heldur bara sagt, að „sjer hafi verið sagt“, en þetta er siður allra manna, að komast svo að orði, þegar þeir eru að bera út Gróusögur. Það er ofurhægt, að taka af öll tvímæli hjer, og fyrir háttv. þm. (H. Kr.) að fá vissu sína, ef honum er ant um það. Hann þarf ekki annað, en fara upp í Stjórnarráð; þar getur hann fengið að sjá öll skjöl og skilríki þessa máls, og þarf þá ekki lengur að fara eftir því, sem aðrir, máske miður fróðir menn, segja honum. Þar getur bann sannfærzt um það, að það er reglan, að borga 40 kr. fyrir örkinn í landshagsskýrslunum, og 40 kr. hafa verið borgaðar fyrir örkina í embættismannatalinu. Jeg veit ekki hvernig háttv. þm. (H. Kr.) hefur fengið út tölurnar, sem hann nefndi; það hefur máske villt hann, að kostnaðurinn flyzt stundum dálítið ára á milli; t. d. ekki búið við áramót að borga alt fyrir samningu skýrslnanna það árið, en kemur fyrst til útborgunar næsta ár. Eins og jeg sagði, eru venjulega borgaðar 40 kr. fyrir örkina í landshagsskýrslunum; en fyrir verzlunarskýrslurnar eru borgaðar 50 kr. á örkina og stundum eitthvað meira, þegar um yfirlitsskýrslur er að ræða, þær, sem dregnar eru saman úr mörgum skýrslum, en þær eru stuttar, þótt mikið verk liggi í þeim, og hleypa litlu fram. Það hefur að eins einusinni komið fyrir, að 75 kr. hafa fyrir borgaðar fyrir örk, en þar stóð alveg sjerstaklega á. Háttv. þm. (H. Kr.) getur sannfærzt um, að þetta sje rjett hermt, með því að snúa sjer til Stjórnarráðsins. Háttv. 5. kgk. (B. Þ.) sagði, að hægt mundi að fá nóga til starfa þessa, því að námið væri ljett. Það er rjett, að það var ljett fyrir 20–30 árum ; þá var það eitthvert langljettasta námið. En nú er það orðið breytt; það er nú erfitt nám, og prófið sjálfsagt ekki ljettara, en fullkomið lögfræðispróf; og það hef jeg sjeð, að við ekkert próf verða eins margir afturreka eins og við þetta; bendir það á, að prófið muni ekki vera svo Ijett þótt jeg að vísu játi, að ekki verði fullkomlega bygt á þessu einu. Nú sem stendur höfum vjer hjer 3 unga og efnilega hagfræðinga, og jeg efast ekki um, að hægt mundi að fá einhvern. þeirra til að taka að sjer starfið, ef það er sæmilega launað; að öðrum kosti er tvísýnt, að nokkur þeirra vildi taka það að sjer.