21.07.1913
Efri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 195 í B-deild Alþingistíðinda. (1664)

19. mál, eftirlaun handa Steingrími Thorsteinssyni

Jósef Björnsson:

Því fer harla fjarri, að nefndin hafi viljað spara fje eða sæmd við þann merkismann, sem hjer á hlut að máli. Allir nefndarmenn hafa verið einhuga á því, að vilja sýna honum sem mests sæmd, og láta sig ekki — miklu skifta um fjárupphæðina.

Út af því, sem háttv. umboðsm. ráðh. sagði um brjef Steingríms Thorsteinssons til stjórnarráðsins, þá skal jeg játa, að það hefur verið vanræksla af mjer, sem formanni nefndarinnar í þessu máli, að leita ekki vitneskju hjá stjórnarráðinu um þetta atriði. En það er líka vanræksla hjá stjórninni, og sízt minni, að sýna ekki nefndinni brjefið eða láta það fylgja athugasemdum sínum við frumvarpið, úr því ekkert heyrðist frá hennar hlið, þegar málið var hjer í deildinui til 1. umræðu. (Sig. Ste f. Ráðherra skýrði frá því í neðri deild). Má vel vera, en ekki heyrði jeg það og líklega heldur ekki hinir nefndarmennirnir.