22.07.1913
Efri deild: 14. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í B-deild Alþingistíðinda. (1694)

64. mál, friðun æðarfugla

Steingrímur Jónsson:

Jeg er þakklátur hinum háttv. framsm. fyrir, hvað vel hann tók athugasemdum mínum, og vona jeg því, að einhver árangur verði að þeim nú eða síðar. Jeg vil geta þess, að jeg mun greiða atkvæði með 7. brtill. á þgskj. 141, því að jeg aðhyllst þá hugsun, sem í henni felst, þó að mjer finnist hún eigi svo vel orðuð sem skyldi. En úr því má bæta við 3. umr. — Það eru ýmisleg atriði þessa máls, sem jeg hefði óskað, að háttv. framsm. hefði talað ítarlegar um, en út í það skal jeg ekki fara frekara að sinni. — Viðvíkjandi útreikningunum um það, hvað sje unnið og hverju sje tapað, má margt segja. Jeg hef ekki heyrt það vefengt, að menn muni hafa um 60,000 kr. upp úr eggjatökunni á ári. Þessum 60,000 kr. eiga menn samkvæmt frumv. að kasta frá sjer, til þess að auka dúntekjuna. 60 þús. kr. verða á 20 árum að að 1200 þús. kr., þótt rentur og renturentur sjeu ekki reiknaðar. Mjer er nú spurn: svarar þetta kostnaði? Jeg veitir að háttv. framsm. segir já. En þó að jeg sje ekki eggjatökumaður, þá verð jeg að játa, að þessi spurning hefur flækzt fyrir mjer hina síðustu dagana.