10.07.1913
Neðri deild: 8. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í C-deild Alþingistíðinda. (170)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Pétur Jónsson:

Það er varla vert fyrir mig að leggja hér orð í belg, því að eg er fremur lítið inni í fiskiveiðum. En það var eitt atriði í ræðu háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ól.), sem kom mér til að standa upp. Hann sagði, eins og satt er, að fyrst og fremst bæri að líta á það, hvað bezt væri fyrir landið í heild sinni. Ef sá skaði, sem Eyfirðingar hefðu af þessu, jafnaðist upp með ágóða annara, t.d. gróða botnvörpunga, þá væri nóg, þá væri það ekki skaði fyrir landið í heild sinni. En þetta er rangt. Það er ekki víður vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Og það er ekki síður áríðandi, hvernig þær tekjur, sem menn afla sér, renna í vasann og hvernig þeim er varið, heldur en hitt, hve miklar þær eru. Botnvörpuútvegurinn gefur mikinn arð, en hann er ekki að sama skapi farsæll móta við aðra útvegi; hann er að einn gróðavegur fyrir nokkra einstaklinga. Veiðiútvegur sá, er hér á að vernda, er gamall, farsæll bjargræðisvegur þeirra, sem við sjóinn búa, notasælli en hve hann er arðsamur.

Eins og háttv. flutningsm. (St. St.) tók fram, eru jarðirnar metnar eftir þeim hlunnindum, sem þær hafa af sjó. Ef það á að vera alveg saklaust að bylta þessu alveg um, þá veit eg ekki, hvað það er, sem helzt má miða til farsældar fyrir land og lýð.