24.07.1913
Efri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (1708)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Hákon Kristoffersson:

Mig furðar það, að jafnvitur maður, sem h. 6. kgk. (G. B.) skuli hafa þetta á móti brtill. á þgskj. 155, því eins og kunnugt er, þá eiga flestir útlendingar eitthvert fornafn eða einhver fornöfn. Má þá gera eitt af tvennu, að skammstafa þau, eins og jeg geri með nafn mitt, þegar jeg skrifa H. J. Kristoffersson, eða þá skrifa þau fullum stöfum.

Jeg felst á það, að menn viti ekki, hvað allir útlendingar hjer búsettir heita að fornafni, en líklegt tel jeg, að þeir viti ekki heldur um nöfn allra íslendinga, og komast menn þó út af því.

Jeg sje því ekki, að útásetningar h. 6. kgk. (G. B.) út á brtill. á þgskj. 155, sjeu á rökum bygðar. Hjer er ver ð um það eitt að tala, að sama gangi yfir útlendingana og landsmenn. Vona jeg, að h. 6. kgk. (G. B.) sje mjer samdóma um, að það sje í alla staði rjettmætt.