25.07.1913
Efri deild: 16. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í B-deild Alþingistíðinda. (1723)

128. mál, friðun fugla og eggja

Júlíus Havsteen:

Jeg vil láta í Ijósi ánægju mína yfir því, að háttv. nefnd hefur stytt friðunartíma rjúpunnar, en helzt hefði jeg óskað, að þetta friðunarnýmæli hefði verið með óllu strykað út. Jeg hygg, að það sje á engum rökum bygt, að rjúpan sje að týna tölunni hjer á landi, því að útflutningsskýrslurnar sýna það svart á hvítu, að svo er ekki. Og jeg get ekki verið háttv. nefnd samdóma um, að útflutningsskýrslurnar sanni ekkert í þessu efni. — Það getur orðið mörgum manni bagalegt, að mega ekki skjóta rjúpur, þótt ekki sje nema um 2 ára tíma, því að margir hafa álitlega aukaatvinnu af rjúpnadrápi. En mjer finnst altaf varhugavert, að spilla atvinnu manna með lagasetningu. Er það annars meining nefndarinnar, að banna að eins að skjóta rjúpur, en ekki að snara þær? (JÓn Jónatansson: já!)

Að öðru leyti vil jeg aðeins gera þá athugasemd um þetta frumv., að það er ekki nema 10 ár, síðan að friðunarlög þau, sem nú gilda, voru sett. Þau voru samin af fróðum mönnum í því efni og eru nú fyrst að komast inn í meðvitund almennings. Mjer finst því alt of snemt að fara að breyta þeim nú þegar, það mætti vel bíða nokkur ár enn þá.