30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í B-deild Alþingistíðinda. (1751)

64. mál, friðun æðarfugla

Sigurður Eggerz:

H. 6. kgk. (G. B.) tók það fram, að Brjánn fjell, en hjelt velli. Satt var það, að brtill. h. 6. kgk. (G. B.) fjellu, en ekki hjeldu þær velli, því að höfuðbreytingartillaga 6. konungkj: (G. B.) tillagan um blikadrápið, fjell svo rækilega, að jeg er viss um, að hún rís aldrei aftur upp; enda er það auðsætt, að ef allir blikarnir væru drepnir, þá mundi fljótt verða úti um æðarvarp.

H. 6. kgk. (G. B.l sagði, að það, sem við töluðum um eggjatökuna, væri bygt á tómri trú og engu öðru. En jeg segi eins og h. 6. kgk. (G. B.), jeg hef töluvert vit á æðarvarpi, ekki síður enn hann. Jeg fer ekki í neina launkofa með þetta, því að það er gott að h. d. viti, að sá talar, sem vit hefur á málinu; þess meira tillit mun hún taka til orða hans. H. 6. kgk. (G. B.) sagði, að andavarp hafi aukizt við Mývatn, þrátt fyrir það, þótt egg hafi verið hirt þar. En hefur h. þm. (G B.) nokkra sönnun fyrir því, að það hefði ekki aukizt enn meir, ef engin egg hefðu verið tekin. Það liggur þó í hlutarins eðli, að því meira, sem fækkað er af afkvæminu, því minni er von fjölgunarinnar. H. 6. kgk. (G. B.) fór mörgum orðum um það, að fjölgunin væri háð lífsskilyrðunum. Að nokkru leyti er þetta rjett. En mundu lífsskilyrðin hafa orðið nokkuð verri fyrir ungann úr egginu, sem jetið var, en fyrir hina ungana? Mundu þeir ekki hafa öðlazt sama lífskraft, sem hinir, ef þeir hefðu fengið leyfi til að dafna ? Mjer er ómögulegt að hverfa frá því, að mjer finst mjög óheppilegt að halda 5. ,brtill. á þgskj.196; þótt dauður æðarfugl finnist í neti, þá er ekki með því sannað, hvernig hann hefur látið lífið, það getur hafa orðið af völdum þess, sem yfir netinu rjeði. Hjer getur komið fram, það sem kallað er „probatio diabolica“. Forseti hefur bannað að viðhafa ljót orð, svo jeg þori ekki að þýða latinuna, en í lágum rórn get jeg skotið því að h. n., að það þýðir „djöfulleg sönnun.“