30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (1757)

64. mál, friðun æðarfugla

Sigurður Eggerz:

Það er almenn regla, að menn eru ekki dæmdir nema fullgildar sannanir liggi fyrir um sekt þeirra. En hjer á að lögfesta þá óviðurkvæmilegu reglu, að dæma megi mann. ef hann eigi getur sannað sýknu sína. Móti slíku ákvæði mun jeg greiða atkvæði mitt.