30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 347 í B-deild Alþingistíðinda. (1778)

93. mál, hallærisvarnir

Jósef J. Björnsson:

Háttv. þm. V.-Sk. (S. E.) talaði um þetta mál sem venjulegt skattamál. en það er ekki rjett, því að hjer er aðeins um óbeint skattamál að ræða og jafnvel rjettast að skoða þetta alls ekki sem skattamál. Það, sem hjer í er farið fram á, er ekki annað, en að menn leggi fje til hliðar til tryggingar, þegar hallæri ber að höndum, og er mikið öðru máli að gegna um það, en um það fje, sem lagt er til landsþarfa, því ð hjer er ekki um eyðslufje að ræða. Fjeð verður eftir sem áður eign þeirra manna, sem leggja það fram. að vísu ekki einstaklinganna, heldur fjelagsheildarinnar. Þingmaðurinn veit vel, að ýmsum mönnum hefur komið saman um, að hyggilegt væri, að landsmenn kæmu sjer upp sjóðum, sem þeir gætu gripið til, þegar þörf krefur. Hreppsfjelög safna sveitarsjóðum fyrir sveitarfjelagið, og kemur engum til hugar að telja slíkt óeðlilegt eða óhyggilegt. Það, sem hjer er farið fram á, er alls ekki að leggja harðdræga skatta á þjóðina, heldur er ætlazt til, að menn safni í sjóð, til þess að geyma til hallærisáranna, og er því kki rjett að bera þetta saman við aðra skatta.

Jeg gef ekki sjeð þá annmarka, sem hinum háttv. þm. þótti vera á frv. Þegar hallæri kemur, getur það kostað menn lífið, jafnt ríka sem fátæka. Og þar sem hjer er um það að ræða, að tryggja líf og eignir . fyrir hnekki, sem stafað getur af hallærum, virðist ekki ósanngjart, að allir leggi jafnt fram, því allir þurfa að trygga líf sitt og ekki síður hinn fátæki en hinn ríki, þó sennilegt sje, að ríkir menn þurfi ekki eins að grípa til tryggingarinnar eins og fátæklingarnir, þegar í harðbakka slær. Á slíkt mál sem þetta, þegar um það er að ræða, að safna í sjóð, til að grípa til, þegar hallæri ber að höndum, verður að líta frá sjónarmiði þjóðfjelagsheildarinnar, en ekki einstaklinganna.

Jeg get ekki sjeð, að mikil hætta sje á ferðum, þótt málið sje rætt á þessu þingi. Það er vissulega þess vert, að það sje athugað. Á hinn bóginn álít jeg vafasamt, hvort heppilegt er, að það verði afgreitt sem lög í þetta sinn, hvort ekki er rjett, að það sje rætt á einu þingi, áður en það er gert að lögum. Það er mjög eðlilegt, að þessu máli sje hreyft, því að það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að tryggja sig á einhvern hátt fyrir hættu þeirri, sem stafað getur af hallærunum. Það hefur verið minst á það, að menn hafi komizt af áður fyrri, þó að skip kæmu ekki til landsins fyr en júlí eða ágúst, eða jafn vel í september. Þetta er alveg rjett. En samgöngunum var svo þá varið, að menn urðu að birgja sig upp, og verzlanirnar höfðu miklu meiri birgðir fyrirliggjandi þá, en nú er venja til. Nú standa menn uppi allslausir, jafnt fátækir sem ríkir, ef samgöngur heftast. Þetta er afleiðing af tíðum samgöngum, og er ekki neitt sjerstakt fyrir oss Íslendinga, en á alstaðar við. Þessar breyttu kringumstæður gera nauðsynina meiri fyrir því, að menn tryggi sig vel fyrir hallærunum.

Jeg get ekki stilt mig um, að snúa enn orðum mínum að háttv. þm. V.-Sk. (S. E.), sem blandaði þessu máli saman við sóknargjöldin, sem hann taldi hræðilega ranglát og vildi endilega að væru á annan hátt en nú er. En þar til er því að svara, að þegar um þau gjöld er að ræða, sem menn gjalda fyrir trú sina, fyrir sálu sinni, ef svo mætti að orði komast, virðist rjett, að hver gjaldi fyrir sig. Það er algerlega falskt hjá þeim háttv. þm., sem síðast talaði, og öðrum þeim, sem líku halda fram og hann, að segja, að nefskatturinn eftir núgildandi lögum komi miklu harðar niður á fátæku fólki en gömlu gjöldin. Slíkt geta þeir einir sagt, sem ekki hafa athugað málið, því það er hin mesta blekking og fásinna.