31.07.1913
Efri deild: 20. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 375 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

26. mál, sparisjóðir

Einar Jónsson:

Mjer finst rjett, að hafa rýmri takmörk fyrir útlánsheimildum gegn sjálfskuldarábyrgðum og víxlum, en í frumvarpinu eru. En það var annað atriði, sem kom mjer til að standa upp. Jeg held, að 3. brtill. sje óþörf. Hún hljóðar um að bæta aftan við 6. gr.: „og má aldrei veita lán eða ráðstafa eignum sparisjóðs án samþykkis meiri hluta stjórnarinnar“. En þetta er óþarft vegna 13. gr.; þar stendur: „Aldrei má veita neitt lán úr sparisjóði nema því aðeins, að meiri hluti sparisjóðsstjórnarinnar sje því samþykkur ...“, og ennfremur í síðustu. málsgrein: „Verðbrjefa- eða hlutabrjefaforða. sparisjóðs má því aðeins skerða, að meiri hluti sparisjóðsstjórnar samþykki.“ Og ennfremur stendur í 14. gr. 1. málsgr. „Aldrei má sparisjóður lán taka, nema meiri hluti sparisjóðsstjórnar hafi ákveðið í það.“

Mjer finst, að þessi ákvæði tæmi alveg brtill. nefndarinnar; ef meira á að felast í henni, þá er rjett að taka það upp í. 13. gr.

Jeg sá líka, að nefndinni hefur sjest yfir, að fella burt á einum stað „umsjónarmaður sparisjóða“.

Þá álít jeg enn, að önnur brtill. nefndarinnar sje óþörf, að setja „innborgað“ fyrir framan ábyrgðarfje í 3. gr. . . Þess þarf ekki með, þar sem verið er að tala um það fje, sem „lagt hafi verið fram“ til sjóðsins. Vildi jeg skjóta því til hinnar háttv. nefndar, að taka þessar tillögur aftur.