04.08.1913
Efri deild: 22. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í B-deild Alþingistíðinda. (1813)

32. mál, réttargangsmátinn við undirréttina á Íslandi, viðauki

Steingrímur Jónsson, framsögumaður meiri hlutans:

Háttv. frsm. minni hlutans (S. E.) kvað frv. þetta gera meira en að banna ólöglærðum mönnum að gera sjer málaflutning að atvinnu, þar sem það tkmarkaði líka rjett manna til að taka sjer fyrir málfærslumann hvern sem æskilegast þætti. Þetta er ekki allskostar rjett, því að þótt þeir geti hvorki rekið málið sjálfir nje Iátið þjón sinn eða frænda gera það, þá geta þeir, eins og bent er á í nefndarálitinu, handsalað öðrum kröfur sínar í skuldamálum. Aðaltilgangur frv. er auðsjáanlega að hindra það, að ólöglærðir menn geri sjer málaflutningsstörf að atvinnu, og má það rjettmætt teljast, þar sem það er samfara, að þegar öllu er á botninn hvolft, mnn með þessu bezt trygður rjettur almennings og hagsmunir, og einnig hlynt að málafærslumannastjettinni. Frv. gætir þeirrar góðu og gildu löggjafarreglu, að svifta menn eigi þeim rjettindum, sem þeir hafa öðlazt, og því veitir það undanþágu þeim ólöglærðum mönnum, sem um nokkurn. tíma hafa gert sjer málaflutningsstarf að atvinnu. Þetta ætti að vera kostur í augum háttv. minni hl. (S. E.).

Það er rjett og sjálfsagt, að hagur almennings verður að sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum málaflutningsmannanna, En nú hyggur sá maðurinn, sem þessu hlýtur að vera kunnugastur, bæjarfógetinn í Reykjavík, að hag almennings muni ekki verða þröngvað með frv. þessu, heldur þvert á móti, þótt það yrði að Iögum. Jeg er þessu að vísu ekki jafn kunnugur sem bæjarfógetinn, en það get jeg þó sagt, að fyrir mig sem dómara er það óendanlegur Ijettir, að löglærður maður hafi málaflutninginn, sjerstaklega ef um flókið mál er að ræða.

Jeg tek það enn fram, að frá hagsmunalegu sjónarmiði álít jeg það ekki rjett að fella frv. þetta, og það jafnt, hvort sem litið er á hagsmuni almennings eða hagsmuni málaflutningsmannanna.