07.08.1913
Efri deild: 22. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 405 í B-deild Alþingistíðinda. (1814)

32. mál, réttargangsmátinn við undirréttina á Íslandi, viðauki

Júlíus Havsteen:

Þótt jeg eigi að heita Iöglærður maður, og vænta megi, að jeg sem slíkur láti mjer ant um hag stjettarbræðra minna, þá verð jeg að játa, að jeg er ekki mjög hrifinn af frv, þessu. Þó mun það, að öllu athuguðu, rjettast að lofa því að ganga fram.

Frv. stendur í sambandi við frv. stjórnarinnar um breyting á Iðgum nr. 32, 20. október 1905 um málaflutningsmenn við landsyfirdóminn í Reykjavík. Þar er dálítið þrengt að ungum lögfræðingum með að mega reka mál fyrir landsyfirdóminum. Þetta frumvarp á svo að verða einskonar uppbót fyrir hitt.

Jeg veit ekki, hvort jeg hefði getað greitt atkvæði með frv., ef eigi væri veitt í því udanþága þeim mönnum, sem að undanförnu hafa fengizt við málaflutning, því eg álít ekki rjett, að svifta menn, sem stundað hafa málafærslustörf, þeirri atvinnu. Það liggur hjer fyrir yfirlýsing stjórnarinnar um, að hún sje ekki á móti því, að undanþágur sjeu veittar; en rjettast er, að einnig komi yfirlýsing frá þinginu um, að það vilji að sínu leyti, að undanþágur þessar sjeu veittar. Jeg hygg það vera óhætt; því að mín reynsla er sú, að ýmsir ólöglærðir menn hafi reynzt duglegir málafærslumenn.