04.08.1913
Efri deild: 22. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 406 í B-deild Alþingistíðinda. (1816)

32. mál, réttargangsmátinn við undirréttina á Íslandi, viðauki

Jósef Björnsson:

Jeg verð að taka í sama strenginn sem háttv. þm. V.- Sk. (S. E.), að jeg sje ekki ástæðu til að samþykkja frv. þetta. t fyrsta lagi lít jeg svo á, að frv. verði til að íþyngja almenningi. Jeg skal að vísu ekki algerlega neita því, að svo mikil samkepni kunni að verða með lögfræðingunum, eins og háttv. 3. kgk. (Stgr. J.) gerði ráð fyrir, að þeir muni ekki setja upp um hóf fram fyrir málaflutningsstórf sín; þó er engin trygging fyrir því, og fult svo líklegt mun mega telja það, að afleiðingin af því, ef frv. þetta er gert að lögum, verði sú, að málaflutningsmennirnir geri samtök og hækki verð hjá sjer.

Í öðru lagi get jeg elski talið undanþáguna, sem frv. veitir, fullnægjandi. Það er að visu sagt, að stjórnarráðið geti veitt þeim mönnum, sem að minsta kosti 3 síðustu árin, áður en Iðgin gengu í gildi, hafi fengizt við málafærslu fyrir undirrjetti í Reykjavík, leyfi til að flytja þar mál. En það er töluvert dregið úr þessu með því ð bæta við orðunum: „að staðaldri“. Þetta verður því arla miðað við aðra en þá ólöglærða menn. sem hafa haft málaflutning að atvinnu, en þeir munu fáir vera, og undanþágan getur ekki orðið að miklu gagni. Það, sem eðlilegast er í þessu máli, mun koma fram af sjálfu sjer án allrar Iagasetningar. Sýni það sig, að hentugra og affarabetra sje, að fá löglærða menn til að flytja mál en ólöglærða, þá munu menn án allrar lagaþvingunar taka þá til þess. Hjer er engin brýn þörf á lagasetning, og hyggilegast og sanngjarnast, að lofa mönnum að þreifa fyrir sjer og láta reynsluna skera úr, hvað bezt er.