06.08.1913
Efri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í B-deild Alþingistíðinda. (1826)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Jósef Björnsson, framsögnmaður:

Jeg get verið stuttorður um frv. þetta sökum þess, hve ýtarlegt nefndarálitið er; jeg tel óþarft að taka upp það, sem í nefndarálitinu stendur, enda veit jeg, að háttv. deildarmenn hafa kynt sjer það.

Ákvæði það, sem stjórnin fer fram á að breyta, er, að í stað þess, er gildandi lög nú ákveða, að verja skuli tekjuafgangi símans til að byggja 3. flokks línur, þá skuli honum fyrst og fremst varið til að endurborga lán, sem tekin verða til símalagninga þeirra, sem teljast til 1. og 2. flokks og til loftskeytastöðva. Nefndin hefur fallizt á þetta og telur, að hjer sje tekin upp rjett stefna. Hún álítur, að varlega sje farandi í að leggja fram fje til 3. flokks síma, og að það eitt skuli hafa til að leggja þá, sem afgangs er af tekjum, þegar vegtir og afborganir hafa verið greiddar af hinu tekna láni.

Stjórnin hefur tekið það fram í athugasemdum sínum við frumvarpið, að ef þessi ákvæði verða sett inn í ritsímalögin, þá yrði auðveldara að fá lán til lagningar símanna. Í fljótu bragði virtist þetta ekki vera ljóst, hverju slíkt sætti, og fremur uudarlegt, að það þætti betri trygging í símatekjunum en öllum tekjum landsins, þar sem lánið átti að takast á ábyrgð landsins. Við nánari athugun, og eftir að hafa fengið skýringar frá stjórninni um þetta atriði málsins, er nefndin þó þeirrar skoðunar, að þetta sje á rökum bygt. Og þau lánskjör, sem fyrir liggja, telur nefndin aðgengileg.

Í nefndarálitinu er skýrt frá, hvernig hjer stendur á. Lánið getur fengizt, ef breytingar þær eru gerðar á lögunum, sem fram á er farið í frv., úr varasjóði. Stóra Norræna ritsímafjelagsins, og kostirnir eru þeir, að 500 þús. kr. fást til 30 ára með 4% vöxtum og missirisafborgunum, en það eru lágir vextir eftir því, sem nú er varið peningamarkaðinum. Það er nú auðsætt, að þegar fjelag lánar úr varasjóði sínum, hvert sem fjelagið er, þá vilji það tryggja þau lán sem bezt og ekki veita slík lán nema gegn fullri tryggingu eða til arðvænlegra fyrirtækja, sem rekin eru gætilega, og hægt er að benda á að gefi svo vissan arð, sem lánið endurgreiðist af, að hægt sje á hverri stundu sem vera skal að segja: þarna liggja peningarnir, fyrir þeim þarf ekkert veð.

Símarnir hjer hafa sýnt það með reynslunni, að þeir eru mjög arðvænlegir, og að tekjuafgangur af þeim er viss, og því á segja, að ef vextir og afborganir lánsins greiðast af honum áður en honum er varið til annars, þá liggi þar í svo góð trygging, að önnur betri fáist ekki og veð sje óþarft. Þegar þannig er á þetta litið, þá kemur ástæðan glögt fram, sem gerir, að hægt er að fá Iánið með betri kjörum sje lögunum breytt á þann hátt, sem fram á er farið, en ella.

Jeg vil bæta því hjer við, að það er með öllu ástæðulaust, að segja, — sem jeg get þó ekki neitað, að mjer hefur borizt til eyrna, — að hjer sje um veðsetning á símatekjunum að ræða. Lánið er veitt gegn ábyrgð landssjóðs og engin önnur trygging heimtuð, svo framarlega sem þingið breytir símalögunum í þá átt, að sagt verði, að farið sje hyggilega með fjeð samkvæmt þeim lögum. Jeg skal svo ekki fjólyrða meira um þetta atriði.

Þá skal jeg snúa mjer að öðrum ákvæðum í frumvarpinu.

Jeg skal þá fyrst víkja að því, hvort þetta frv. hafi það í fór með sjer, að töf verði á lagning á fyrirhuguðum 3. flokks símalínum. Eins og nefndarálitið ber með sjer, hefur hún spurt landsímastjórann um þetta efni. Hann hefur ekki talið neina hættu á því, því að starfskraftarnir við lagning á nýjum línum væru ekki meiri en svo, að þeir mundu ekki afkasta meiru en byggja línur fyrir það fje, er afgangs væri af símatekjunum, þá er goldnir væri vextir og afborganir af því áni, er hjer ræðir um. Hjer getur því ekki verið um verulega töf á símalagningum að ræða, og frá því sjónarmiði verður ekki neitt haft á móti frumv.

Jeg sje ekki, að þörf sje á fleiri orðum um þetta atriði.

Jeg sný mjer þá að brtill. nefndarinnar.

Hún leggur til, að gerðar sjeu breytingar á tveim atriðum í gildandi símalögum. Fyrri breytingin, sem hún stingur upp á, er sú, að línan Sauðárkrókur Siglufjörður sje færð upp í fyrsta flokk. Þetta byggir nefndin á því, að þessi lína gefur svo góðar tekjur, að engin aukalína 2. flokks gefur eins góðar tekjur. Þetta verður einkum rjettlætiskrafa, ef þessi lína og tekjur af henni eru bornar saman við Vestmannaeyjasímann, eins og sjest á skýrslu um þetta frá landsímastjóra og prentuð er sem fylgiskjal við nefndarálitið. Til lagningar þessari línu, Siglufjarðarlínunni, lagði landssjóður 25 þús. kr., en viðkomandi hjeruð 10 þús. kr. Kostnaðurinn við lagninguna nam því lls 35 þús. kr. Af þessari fjárupphæð eru nettótekjurnar, samkvæmt skýrslu landsímastjóra, 4,645 kr. Þetta eru svo góðar tekjur, að þótt dregið sje frá þeim fyrst 5–51/2% vextir af landssjóðshlutunum, að þá verða eftir eitthvað kringum 3/2 þús. kr. til greiðslu höfuðstólsins. Með þessu móti þarf ekki nema kringum 7 ár til að greiða allan höfuðstólinn. Jeg hef ekki fundið ástæðu til að reikna þetta nákvæmlega. Vitanlega þyrfti lengri tíma til að greiða lánið, ef þessum 10 þús. kr., er frá hjeruðunum komu, væri bætt við. en ágóðinn verður mjög mikill samt. Jeg skal bæta því við, að ef þessi lína yrði flutt í fyrsta flokk, mundi hjeruðunum að sjálfsögðu verða endurgreitt það, sem þau hafa lagt fram til lagningarinnar. Raunar býst jeg ekki við, að þeim yrði endurgoldið það, sem þau þegar hafa burgað af þessum 10 þús. kr., svo að það verða ekki 35 þús. kr., er landssjóður þarf að borga fyrir línuna, þó hún yrði 1. flokks lína.

Jeg sje svo ekki ástæðu til að mæla meira með þessari brtill., en leyfi mjer að vænta þess, að háttv. deild samþykki hana.

Þá kem jeg að hinni brtill. nefndarinnar. Hún er á 9. gr. símalaganna.

Hún fer fram á það, að landssjóður, eða rjettara sagt landsíminn, borgi ársþóknun til allra símastaða á landinu fyrir starfsrækslu við símann, en jafnframt er sleginn varnagli við því, að þetta gjald fari upp úr vissu hámarki, svo það verði ekki of hátt, og má þóknunin ekki fara upp úr þessu hámarki, nema alveg sjerstakar kringumstæður sjeu fyrir hendi. Eins og nú stendur, eru 105 símastöðvar á landinu. Af þeim eru 7 1. flokks stöðvar, og starfræksla þeirra kostuð að öllu af símafje. Hinar stöðvarnar eru tæpar 100, sem eru annaðhvort 2, eða 3. flokks stöðvar. Eftir reglum þeim, sem upp voru teknar í byrjun, áttu stöðvarnar ekki að fá aðra borgun en þá, sem upphaflega var ákveðin í hinu svokallaða 5 aura gjaldi. En þessari reglu hefur ekki verið fylgt fram. Allmargar þeirra hafa fengið nokkra ársþóknun, eða ársþóknun hefur verið greidd til 30 stöðva af tæpum 100. Það er með öðrum orðum hjer um bil tæpur þriðjungur stöðvanna, sem fengið hefur þessa ársþóknun goldna. Nefndin lítur svo á. sem hjer komi fram misrjetti milli stöðvanna, þar sem sumar hafa notið þessara hlunninda, en sumar ekki, enda þótt þær stæðu líkt að vígi. Það er og mjög erfitt fyrir símastjórnina, að ákveða með fullri nákvæmni, hvaða stöð skuli fá þessa þóknun og hvaða stóð ekki. Til þess að koma á meira rjettlæti í þessu efni, fer nefndin fram á, að þessu sje breytt á þann hátt, sem jeg gat um. En nú kem jeg að öðru atriði í þessu efni.

Þá er stöðvunum var komið á stofn, tókust sveitirnar á hendur að kosta starfrækslu þeirra um 5 ára bil, og á því rabili hafa þær að eins fengið 5 aura af hverju útfðrnu símskeyti og símtali. Þá er þessi 5 ár voru liðin, fór að bóla á því, að stöðvarnar fóru að gera kröfu til ársþóknunar, og það hefur jafnvel komið fyrir, að stöðvar hafa verið lagðar niður um skeið af því menn vildu ekki halda starfrækslunni áfram borgunarlaust eins og áður, og hefur símastjórnin þá neyðzt til að leggja fram starfrækslukostnað. Með þessu lagi getur vel verið, að meiru fje hafi verið varið til stöðvargæslu, en þurft hefði, ef eitthvert hámark hefði verið í fyrstu til tekið í lögum. Nefndin leggur nú til, að ársþóknun sje ákveðin 20–60 kr. fyrir 3 fl. stöðvar, en 60–200 kr. fyrir 2. fl. stöðvar. Það er ekki mikið fje, er kemur á símasjóð til útgjalda, þó að þetta verði samþykt. Nú eru um 17, 2. fl. stöðvar. Af þeim fá 7 sjerstaka þóknun auk 5 aura gjaldsins. Það eru því kki nema 10 nýjar, er í þessum flokki yrði bætt við. Gerum ráð fyrir, að hver þeirra fengi 100 kr., að meðaltali. Það eru samtals 1000 kr. Mjer þykir ekki ósennilegt, að meðaltalið yrði þessi upphæð, sem jeg nefndi. er lágmarkið er 60 kr., en hámarkið 200 kr. Í 3. fl. eru um 60 stöðvar, er eigi njóta neinnar ársþóknunar. Ársþóknun er .ákveðin 20–60 kr. Það mun óhætt að gera ráð fyrir, að meðaltalið yrði 40 kr. á hverja stóð. Það yrði alls 2100 kr. kostnaður, er bættist á símasjóð af 3. fl. stöðvum. Alls yrði allur kostnaðurinn við þessa breytingu 3400 kr. á ári. Geri maður nú ráð fyrir, að hámark þóknunarinnar væri alstaðar goldið, þá næmi það 2000 kr. fyrir 2. fl. stöðvar, 3000 krónur fyrir þriðja flokks stöðvar, eða alls 5600 kr. Þetta er ekki ægileg upphæð. Því etur nefndin með góðri samvizku lagt til, að þetta verði gert. Hún leggur það hinsvegar til, að engin ársþóknun fram um 5 aura gjaldið sje goldin til stöðva fyrstu 5 árin, sem þær starfa. Það er í samræmi við venju þá, er ríkt hefur í þessu efni frá upphafi.

Skal jeg svo ekki fara fleirum orðum am breytingar nefndarinnar í þetta sinn.