06.08.1913
Efri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 428 í B-deild Alþingistíðinda. (1833)

25. mál, sjódómar og réttarfar í sjómálum

Guðmundur Björnsson, framsögumaður:

Nefndin er þakklát hinum háttv. þm. fyrir bendingar, sem hann hefur gefið. Það er rjett athugað hjá honum, að nefndin hefur gert það af vangá að setja: „og sýslunefnda“ í b-lið 1. brtill. Það sem vakti fyrir nefndinni með því að fella í burtu orðið: „bæjarstjórna“ var, að hún álítur að sveitarstjórnir í íslenzku lagamáli tæki bæði til hreppsnefnda og bæjarstjórna, og að því orði sje þarafleiðandi ofaukið. Að öðru leyti mun nefndin taka athugasemdir hins háttv. þm. til íhugunar fyrir 3. umr. málsins.

Var þá umræðum lokið og gengið til atkvæða um einstakar greinir frumv. og brtill. nefndarinnar við þær.