08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í B-deild Alþingistíðinda. (1852)

47. mál, styrktarsjóður handa barnakennurum

Jósef Björnsson, framsögumaður:

Jeg er hv. 3. kgk. þakklátur fyrir það, að hann er meðmæltur þessu frv., en jeg get ekki verið honum samdóma um, að hjer sje stefnt að sama takmarki, sem í eftirlaunalögunum. Vil jeg máli mínu til styrktar minna á, að hjer er einungis um það að ræða, að styrkja í bili sjóð, sem kennarar sjálfir stofna sjer til tryggingar í elli sinni, sjóð, sem þeir sjálfir leggja fje í, sem þeir eiga ekki afturkræft, nema þeir síðar sökum fátæktar þurfi styrks við: Hjer er því um alt annað princip að ræða en í eftirlaunalögunum. Eftirlauna njóta bæði þeir, sem þurfa þeirra með, og eins hinir, sem ekki þurfa þeirra, en í þessum lögum er aðeins ætlazt til, að þeir kennarar verði styrksins aðnjótandi, sem þarfnast fyrir hann. Í þessu er aðalmismunurinn fólginn, en hann er líka mjög greinilega markaður.