15.07.1913
Neðri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 225 í C-deild Alþingistíðinda. (186)

51. mál, ræktun landsins

Skúli Thoroddsen:

Þingsályktunartillöguna, sem hér ræðir um, hefi eg leyft mér að kalla: Þingaályktunartillögu, ræktun landsins til eflingar.

Fyrir mér horfir svo við, að það sé aðallega þrent, sem mest sé áráðandi, til að flýta fyrir ræktun landsins.

Í fyrsta lagi, að allir, sem hlut eiga að máli hafi æ sem ríkasta hvöt, til að vilja flýta fyrir henni, — allir, þ.e. þá eigi ábúendurnir að eins, heldur og landsdrotnarnir, þar sem eigi er sjálfsábúð.

Hvernig sem reynt er að efla sjálfsábúðina — og sú hefir lengi stefna Alþingis verið —, verður þó alls eigi hjá leiguliða-ábúðinni komist. — Valda því bæði arfaskifti, afsöl, nauðungarsala, eður og það, að sjálfseignarbóndinn snýr að annari atvinnu, o. fl.

Hvernig sem löggjöfin reynir því að hlynna að sjálfsábúðinni eða að offra til hennar — hlynna að henni, einmitt af því, að þar er æ ríkasta hvötin til að bæta jörðina — getur því aldrei hjá því farið, að leiguliða-ábúðin haldist þó jafnhliða, þ. e. að æ verði þær jarðirnar fleiri, eða færri, sem í ábúð leiguliða eru.

Í öðru lagi er það og afar áríðandi, að þeir séu sem flestir, og verði æ fleiri og fleiri, er hönd vilja leggja á plóginn, þ. e. að þeir verði æ fleiri og fleiri, sem hag hafa af því, að landið sé ræktað, vita það skilyrði þess, að þeir geti þá lifað notalegra lífi.

Að því ætti löggjöfin því að styðja, með því að lögleiða, að af óræktuðu landi megi taka bletti til þurrabúðarlóða, Sbr. þingaályktunartillöguna, því að ef vér á þennan hátt fáum fjöldann til að hefjast handa, — fáum hann til þess, að taka æ fleiri og fleiri stykki til ræktunar, hlýtur ræktun landsins að miða drjúgum áfram.

Í þriðja lagi ættu lán til ræktunar og húsabóta að fást með sem aðgengilegustum kjörum og til sem allra-lengsts tíma.

Að öllu þessu þrennu eiga nú tillögurnar að styðja, svo sem þær bera með sér, og skal eg nú víkja stuttlega að hverri þeirri um sig.

Þegar vér lítum á núgildandi ábúðarlög vor frá 12. Jan. 1884, sýna ákvæðin í 20. og 21. gr. þeirra það ljóslega, að löggjafarvaldið hefir að vísu viljað stuðla að því, að landadrottinn hefði og nokkra hvöt til þess, að vilja efla ræktun jarðarinnar, og bæta hana á ýmsar lundir. En þessi ákvæði eru þó hvergi nærri nægileg hvöt.

Að vísu er svo, að geri landsdrottinn — annaðhvort að áskorun leiguliða, eður alótilkvaddur — umbætur á jörðinni, getur hann fengið eftirgjaldið hækkað, eftir mati. En hæpið þá einatt, að hann fái nema lága vexti af fé, því er hann kostaði til jarðabótanna, og sjá allir, að þetta er landsdrotni ekki mikil hvöt til þess, að leggja fram fé, til að efla ræktunina, og má þó ætla, að hann hafi í flestum tilfellum frekar bein í hendi til þess, heldur en leiguliðinn, eigi hvað sízt er um umbætur í snatri, eður í stærri stýl, ræðir.

Sé á hinn bóginn litið á tillögu mína, þ. e. að sú verði venjan, að eftirgjöld eftir jarðirnar séu æ greidd í tilteknum hluta af hvers konar arði, eða hlunnindum o. s. frv., er jörðin í hvert skifti gefur af sér, og verði því — eina og í tillögunni Stendur — breytileg eða mismunandi, eftir uppskerunni það eða það farið, og eftir breytilegu eða mismunandi verðmæti þess, sem aflað er af jörðinni o. s. frv., þá er landsdrotni þar með gefin ríkasta hvötin, sem unt er, til þess að gera sér æ sem allra ýtrast far um það, að jörðin batni sem frekast er auðið.

Það er því æ í hans þágu, engu síður en leiguliðans, ekki að eins að öll framleiðsla jarðarinnar sé aukin sem unt er, heldur og að jörðin sé æ sem allra bezt hirt, og alt sé æ nýtt upp árlega, sem frekast er auðið.

Leggi hann þá fram fé til umbóta jörðinni, getur hann þá vænst þess að fá það endurgjaldið á fám árum, auk vaxta, og að njóta síðan æ árlegs gróða, af því að hann horfir eigi í það að leggja í þann kostnað — jörðinni til umbóta —, sem þurfti.

Ef það yrði regla, að borgað yrði eftir jarðarhúsin sérstaklega, eins og tillaga mín fer fram á, þá væri það og mun meiri hvöt fyrir eigendurna til að bæta þau, þar sem leigan yrði þá að sjálfsögðu því meiri, sem betur væri til húsanna vandað, í stað þess er jarðarhúsin nú fylgja jörðinni, sem hvert annað ofanálag, sem ekkert er greitt fyrir sérstaklega.

Á hinn bóginn mega menn ekki skilja svo þessa tillögu mína, sem eg vilji draga taum landsdrotna. Þvert á mót er hagur leiguliða, í tillögu minni, á ýmsan hátt borinn mjög vel fyrir brjósti, svo sem nú skal sýnt verða1):

a. Í fyrsta lagi, þá er leiguliða æ trygður réttur til þess að taka þátt í jarðabótum, er landadrottinn vill framkvæma, alt að helmingi móti landsdrotni;

b. Í öðru lagi, þá er í tillögu minni gert ráð fyrir, að öll leiguliðaábúð verði æ lífstíðarábúð, — og það í frekari skilningi en nú tíðkast, þ. e. jörðin eigi að eins heimiluð leiguliðanum ævilangt, sem og ekkju hans, heldur og því barnanna, sem til er tekið.

En hvaða þýðingu það hefir fyrir leiguliðann að geta æ, hvaða handtak sem hann vinnur jörðinni til góðs, verið starfandi með þeirri meðvitund, að hann sé þá og að vinna að hagsæld og aukinni unun barns síns, sjá væntanlega allir.

Sbr. þá og t. d. ef hann á jörðinni kæmi sér upp dálitlum skógarteig, eða blómreit, til fegurðar-auka, sem og þá meðfram til gagns, því að fögur blóm verða og, er tímar líða, peninga virði, í alósamanberanlega meiri mæli en enn er orðið hér á landi, og æ því fremur, sem fólkinu fjölgar í kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum.

1) Sundurliðuð, til glöggvunar, við yfirlestur ræðunnar, í stafliðina: a, b, c o. s. fr., eins og gert hafði verið á lauslegu blaði, ræðunni til undirbúnings. SK. Th.

c. Í þriðja lagi Verður að geta þess, að — eftir tillögu minni — þá er og verður það æ alfrjálst samningamál milli leiguliða og landsdrottins, hve mikinn part af afrakstri eða hlunnindum jarðarinnar o. s. frv. skuli í eftirgjaldið greiða.

Á hinn bóginn þarf alls eigi að óttast það, að landsdrotnar færu hér lengra í kröfum en góðu hófi gegndi. Samkepnin myndi halda öllum þar í skefjum, því að ef einhver jarðeigandi vildi setja eftirgjaldið hærra en góðu hófi gegndi, þá mundi hann baka sér óálit og síður fá dugandi menn á jörðina.

Hins vegar eru tekjur hans eftir jörðina bundnar við afurðir hennar, með öðrum orðum bundnar við það, hversu árar, og hversu vel jörðin er nýtt; en það er aftur landsdrotni ríkasta hvötin til þess að reyna að fá sem duglegastan mann á jörðina, þar sem hann á svo mikið undir honum, miklu framar en nú.

Nú er jarðeigendum á hinn bóginn yfirleitt sama um jarðirnar, þ. e. hversu þær eru setnar, sé að eins eftirgjaldið skilvíslega goldið.

d. Í fjórða lagi eru leiguliðarnir og — eftir tillögu minni — mun betur trygðir en nú á sér stað, sbr. ákvæðið um það, að ekki séu á þá lagðar persónulegar kvaðir.

Það er ekki ótítt, að leiguliðum sé nú t. d. gert að skyldu að vera formaður eða háseti á skipi landsdrottina, og getur það verið slæm kvöð.

Í sömu átt miðar og ákvæðið um það, að ekki sé heimilt í byggingarbréfum að banna leiguliða að taka húsmenn. Slíkt er oft sett í byggingarbréf, og getur þá komið sér illa, því að oft getur komið fyrir, að leiguliði Verði að leyfa húsmanni að hýrast hjá sér um tíma, og vofir þá einatt útbygging yfir honum, enda þá og atundum notað til að koma honum af jörðinni.

e. Í fimta lagi tryggir það og leiguliðann, er í tillögu minni er ákveðið, að ekki megi í byggingarbréfum, né ella, banna honum að flytja af jörðu eða farga heyi, mó o. fl., sem jörðin gefur af sér.

Leiðir það og beint af eftirgjaldsmátanum, er tillaga mín gerir ráð fyrir, að annað má eigi vera.

En nú er það — sem kunnugt er — eigi sjaldan notað til útbyggingar, ef fargað hefir verið heyi o. fl., er jörðin gefur af sér, eða léðar slægjur, eða annað af hlunnindum hennar.

Íslendingum verður að skiljast það, að hey, mór o. s. frv. eru verðmætir munir, sem eiga að ganga kaupum og sölum, eigi siður en hvað annað. En fjöldi manna hafa frá gamalli tíð bundið sig við ýms orðatiltæki, eins og t. d. að ekki sé búmannlegt að farga heytuggunni, og hefir það leitt til þess, að sumir, sem einatt spyrja: hvað yrði þá sagt?, hafa þá ekki þorað að selja hey, þótt þeim væri hagræði, eða kostur væri að afla þá annars skepnufóðurs, sem meira næringargildi hefði.

f. Í sjötta lagi ber að geta þess, að þó að eftirgjaldið sé áskilið “in natura„, þ. e. í hluta af arði, — þá getur leiguliði æ keypt hluta landsdrottins, ef svo sýnist, enda má þá og, ef vill, geyma honum rétt til þess í byggingarbréfinu.

Ef löggjöfin gengi í þá átt, sem nú hefir verið bent á, þá myndu áhrifin verða þau, að miklu meira kapp yrði lagt á jarðabætur, eða á aukna framleiðslu af jörðinni yfirleitt, en nú, og meira gert til að fegra jarðirnar en nú á sér stað.

Jörðin yrði eigandanum alt annað og meira en hún er honum nú. Hún myndi verða honum að mun kærari; — hann hefði unað af því, að renna æ öðru hvoru huganum til hennar, eða til bletta, sem hann þar hefði fegrað, t. d skrýtt skógarteigum eða blómreitum, eða öðru, sem til unaðar horfir. Hefði þá og gaman af því, að bregða sér þangað öðru hvoru o. s. frv.

Samvinnan milli landsdrottins og leiguliða mundi þá og verða miklu innilegri en nú eru dæmi til. — Báðum mundi verða ant um að fegra landið, og báðum yrði ant um, að framleiðslan yxi sem mest.

Landsdrottinn myndi og verða leiguliðanum hjálplegur á ýmsar lundir, –myndi t. d. vera honum í útvegunum um kaupafólk, til þess að slegið yrði upp árlega og jörðin nýtt, sem unt væri.

Myndi og — í beggja þágu — vera honum í útvegum um hentugar vinnuvélar, og yfirleitt styðja hann sem mest til þess að gera jörðina sem arðbærasta og unaðslegasta.

Árferðið myndi og hafa sömu áhrifin á báða, og sömuleiðis verðlag afurðanna árlega, svo að báðum yrði þá og jafnumhugað um það, að reyna að hertygjast sem best gegn óárani, sem og að koma afurðunum í sem allra hæst verð.

Yfirleitt yrðu landsdrottinn og leiguliði þá vinir, er kendu æ samkvalar og samgleði, og raunir annara eða gleði, út af hinu eða þessu, er að jörðinni lýtur, yrðu þá og raunir hina eður gleði, þ. e. bróðurkærleikinn tæki sér fasta bólfestu hjá þeim, eða ætti þó að gera það mun frekar en nú er.

Fyrir þjóðfélagið myndu og ákvæðin í tillögu minni hafa in ómetanlegustu og ólýsilegustu áhrif.

Jarðirnar myndu stórum hækka í verði, og það í æ vaganda mæli, eftir því sem ræktun þeirra miðaði áleiðis, og skapaðist þannig meiri höfuðstóll, eins og líka ábúð á jörðu, eða jarðarhluta, yrði þá meira virði en nú.

Bæði að því er snertir eign í jörðu, sem og hitt, að hafa ábúð jarðar, eða jarðarhluta, hefði landssjóður þá og meira verðmæti, ef á skyldu lagðir beinir skattar. — En þeim er eg nú að vísu yfirleitt fremur mótfallinn, — tel þá, meðal annars, þarfnast æðra siðferðilegs þroskastigs hjá þjóðinni, en óbeinu skattana.

Þá myndu og sjálfseignarbændurnir –ef kapp færi að skapast að því er snertir aukna ræktun og fegrun leigubýlanna –sízt vilja verða eftirbátar hinna, eða vilja vita sínar jarðir ver setnar, og myndu tillögur mínar því eigi síður leiða til góða að þessu leyti.

Að því er því næst snertir aðaltillögu mína: að styðja að því, að skapast geti sem fyrst sjálfstæð húsmanna- eða þurrabúðarmanna-stétt í landinu, þá miðar hún í enn frekari mæli, en fyrri tillagan, að því, að fá fjöldann, og æ fleiri og fleiri, til þess að taka þátt í ræktun landsins.

En eg get hugsað mér að sumum kunni að þykja það of hart gengið að umráðamönnum jarða, að þeir skuli geta orðið skyldaðir til að láta af hendi land til þurrabúða, þó eigi ræði þar nú að vísu um annað — sbr. tillöguna —, en það sem þeir, sér að skaðlausu, vel mega án vera.

En eg ímynda mér og, að flestir umráðamenn jarða myndu nú reyndar oftast sjálfkrafa stykkja út eitthvað af landareigninni til grasbýla, eða þurrabúðarlóða, eða hvað menn vilja kalla það.

Vér vitum, að fjölda mörgum jörðum fylgir mikið landflæmi — stundum enda margra mílna að stærð — sem alls eigi er notað, nema þá ef til vill að einhverju leyti sem búfjárhagar. En væri slíkt land ræktað, yrði það margfalt verðmeira.

Þá er og ekki að óttast, að farið yrði of freklega í Sakirnar gagnvart jarðeigendum í hér um ræddu efni, sbr. tillöguna, þar sem hún ætlast til þess að sýslunefnd skeri úr, ef til kemur, hvort jörðin sé þess um komin, að taka megi af landi hennar meira eða minna í fyrgreindu skyni, og þá æ gegn ævarandi eftirgjaldi til umráðamanns eða umráðamanna jarðarinnar.

Þá má því og eigi gleyma, að þjóðfélagið á heimtingin á því, að ræktun lands sé eigi varnað, en þvert á móti er gert sem greiðast fyrir, og því er það ekki ósanngjarnt, þótt umráðamenn jarða verði að sætta sig við það, að ónotað land jarða þeirra sé tekið til ræktunar, vitanlega gegn hæfilegu ævar andi eftirgjaldi, sbr. þá og það, að fólkinu í landinu sí-fjölgar, svo að þörfin verður æ meiri og brýnni: að fjölga þá og æ meira og meira þeim, er þó nokkur afnot af landi hafa.

Að öðru leyti læt eg mér nægja að vísa til tillögunnar sjálfrar, að því er alt er hér að lýtur snertir, svo sem, að hér gildir að sjálfsögðu sama meginregla, sem um jarðirnar sjálfar: að eftirgjaldið yrði miðað við afurðir blettsins árlega., og mundu þá báðir aðiljar styðja sem bezt að ræktun og fegrun hans o. fl.

Eg veit og ekki, hvað verið gæti skemtilegra, en ef þannig mynduðust hér á landi æ fleiri og fleiri smábýli, og þá eigi hvað sízt við sjóinn, smá steinsteypuhús, umgirt kálgörðum og ræktuðum gras- eða blóm-blettum með skógarhríslum, þar sem höfð væri þá og hænsarækt og ýmis önnur alifugla og húsdýra rækt, í smáum Stýl, sem ábúandinn hefði þó dálítinn stuðning af til viðbótar aðalatvinnu sinni, hvort sem það nú væri sjómenska, kaupavinna, daglaunavinna, eða annað því líkt.

Það væri unaður að því, ef slík smábýli risu hér upp æ fleiri og fleiri, landið þá ólíku fegra, og hagsældin meiri.

Þriðja aðaltillaga mín hnígur í þá átt; að komið sé upp nægilega öflugri útlánsstofnun, er eingöngu hafi það hlutverk, að lána út fé gegn veði í jarðeignum.

Það er skoðun mín, að til þess að flýta fyrir ræktun landsins, þurfi lánin að vera fáanleg til mun lengri tíma en nú — ekki til skemmri tíma en til 60 ára, og jafnvel til 120 ára, og yrðu þá árlegu afborganirnar algerlega hverfandi, en lánir þó alveg hættulaus, þar Sem landið er sjálft að veði.

En til þess að flýta fyrir ræktun landsins og framkvæmdum öllum að öðru leyti, þyrfti lán að fást, er nemur alt að 3/4 virðingarverðsins, ef ekki jafnvel 7/8

Eg skal svo ekki fjölyrða meira um þessa till. mína, eg legg það til, að umræðum sé sé frestað, og till. vísað til landbúnaðarnefndarinnar. Og hvort sem nefndin hallast að tillögum mínum eða ekki, þá er eg sannfærður um það, að stefna sú, sem þær hafa að geyma, mun ryðja sér til rúms og flýta þó, fyrir ræktun landsins og fegrun þess.