08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (1869)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Hákon Kristoffersson:

Stuttorður skal jeg vera, því jer fellur bezt að segja lítið.

Hv. frms. (J. B.) gat þess, að hv. nefnd gæti ekki orðið samferða mjer, að leggja til, að þessi brtill. yrði samþykt. Jeg lái hv. frms. (J. B.) það alls ekki, því hann er búinn að koma fram mesta áhugamáli sínu (G. B.: alveg rjett!).

Þar sem h. frsm. var ennfremur að tala um það, að það stæði á fjáraukalögunum 5 þús. kr. endurgreiðsla til hjeraðanna af framlagi sínu, þá er þess að geta, að það er ekki enn endurborgað, og að hjeruðin hafa tapað vöxtum af upphæðinni allan tímann. Það fer bezt á því, að geta hins smáa, eins og hins stóra, þegar verið er að skýra mál.

Dettur mjer svo ekki í hug að deila við hv. frsm. (J. B.) frekar um þetta. Jeg hef áður gert grein fyrir þessu. En jeg vænti þess, að tillaga min fái hinn bezta byr í hv. deild samkvæmt atkvæðagreiðslu um Siglufjarðarsímann við 2. umr.