08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í B-deild Alþingistíðinda. (1877)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Sigurður Stefánsson:

Mjer skildist sem hv. frsm. þætti það ósamkvæmni hjá mjer, að vera nú á móti Siglufjarðarsímanum, en hafa verið með Vestmannaeyjasímanum í fyrra., En hann gætti þess ekki, að þetta var þá ekki nýjar breytingar á núgildandi lögum, enda alt öðru máli að gegna með Vestmannaeyjar. Eyjamenn höfðu sjálfir komið upp hjá sjer símanum, voru næstum að segja þvingaðir til þess, og sá sími borgaði sig vel. Það var því sjálfsagt að taka hann upp í kerfið og setja þar 1. flokks stöð. Og hv. frsm. gleymdi því, að það, sem hjer er nm að ræða, var felt í fyrra. Jeg er á móti því, að breytingar sjeu gerðar á því, sem þá var ákveðið, og mun greiða atkvæði á móti öllum breytingum, er ganga í þessa átt. Jeg sje ekki ástæðu til að taka Siglufjarðarsímann nú upp í 1. flokk frekara en í fyrra. Menn verða vel að gæta að því, að tekjurnar aukast ekki, ef altaf er verið að hringla með lögin fram og aftur. Það seinkar því, að nýjar línur verði lagðar, sem menn hafa lengi beðið eftir og hafa miklar sanngirniskröfur til að fá.

Það er algerlega óþarft af hv. framsögum. að segja það, að jeg get ekki kinnroðalaust greitt atkvæði móti þessu atriði. Hjer er um alveg nýja stefnu að ræða, þar sem að í fyrra var sett upp nýtt „system“, og þá var Siglufjörður ekki tekinn í 1. fl. Síðasta þing hafnaði því. Jeg var á móti því þá, og er það eins nú. Jeg er líka á móti Patreksfjarðarsímanum, sem þó hefur meiri rjett til þess að komast í 1. flokk en Siglufjarðarsíminn. Jeg vil flýta fyrir því, að þær línur sjeu lagðar, sem fyrirhugaðar eru; á þeim er sár þörf og þessvegna er jeg með þeim, en ekki eingöngu vegna teknanna, sem af þeim kynnu að fást.