09.08.1913
Efri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í B-deild Alþingistíðinda. (1883)

25. mál, sjódómar og réttarfar í sjómálum

Einar Jónsson:

Jeg hef komið fram með brtill. við frv. í þá átt, sem jeg mintist á við síðustu umræðu. Í rauninni eru þær lítið annað en orðabreytingar.

1. brtill. er við 2. gr. og er aðalbrtill. Það er svo ákveðið í frv. stjórnarinnar, að þegar skipa skuli sjódóma, þá skuli leita álits bæjarstjórnar og sveitarstjórna um það, hversu stör sjódómaþinghá skuli vera, hversu margir sjódómsmenn, og í hvaða röð þeir skuli skipaðir. En í frv., eins og það er nú, eftir að tillögur nefndarinnar hafa verið samþyktar, er orðalagið óljósara, þar sem talað er um, að leita skuli álits sveitarstjórnar einungis um sjódómsmanna og röð þeirra, en um stærð sjódómsþinghár skuli leita álits bæjarstjórnar, hreppsnefnda og sýslunefnda. Mun þetta stafa af því, að nefndin hafi . viljað láta orðið sveitarstjórn í 2. og 3. málsgr. fela einnig í sjer orðið bæjarstjórn, því að, þar sem ætlazt er til, að þinghá geti bæði tekið yfir kaupstaði og sveitir, þá eru það suðvitað bæjarstjórn og sveitarstjórn, sem á að leita til, en þetta þarf að koma skýrt fram í lögunum, og því hef

jeg komið með þessar brtill. Eftir því, sem tíðkast í lagamáli voru, þá eru aðgreind hugtökin „sveitarstjórn“ og „bæjarstjórn“, þó að hvortveggja sú stjórn fjalli nm samskonar mál fyrir sin svæði. Þannig er í sveitarstjórnarlögunum tekið beinlínis fram, að sveitarstjórn sje þettað tvennt: hreppsnefndir og sýslunefndir, og þau lög því aðeins um þeirra verksvið. Eins er í bæjarstjórnarlögum að eins talað um verksvið stjórnar í kaupstöðum og þegar um eitthvað það er rætt í öðrum lögum, sem snertir bæði sveitir og kaupstaði, þá eru venjulega nefndar til bæði sveitarstjórnir og bæjarstjórnir. Til þess að koma þessu frv. í samræmi við það, hef jeg komið með brtill. minar.

Fyrsta brtill. fer fram á, að í 1. málsgr. sje í stað „bæjarstjórna, hreppsnefnda og sýslunefnda“ sett „bæjarstjórna og sveitarstjórna (hreppsnefnda og sýslunefnda)“ og vil jeg þar með svigunum benda á, við hvað átt sje með orðinu sveitarstjórn, svo að eigi þurfi að endurtaka nafn nefndanna.

Þá fer jeg fram á, að í 2. málsgr. sömu greinar, þar sem segir að leita skuli álits „sveitarstjórna“ um, hve margir skuli vera sjódómsmenn í þinghá, skuli bæta við „og bæjarstjórnar, ef kaupstaður er í þinghánni“. 3. brtill. fer fram á hið sama, að bæta inn í 2. málsgr. þessarar greinar orðunum „og bæjarstjórna“.

Aðrar breytingartill, eru ekki annað en orðabreytingar, sem jeg hygg, að menn geti orðið mjer sammála um að fari betur, eins og jeg hef sett þær fram.