09.08.1913
Efri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 523 í B-deild Alþingistíðinda. (1899)

13. mál, vörutollur

Guðjón Guðlaugsson:

Þetta mál er ekki stórmál, en þó tel jeg þörf á að sje tekið til skoðunar. Það er að vísu það leiðinlegt, að þurfa að fara að breyta lögum, sem ekki eru nema ársgömul. En þegar gallar sjást á lögum, og menn þykjast geta ráðið bót á þeim, þá má ekki horfa í að breyta, fyrir það eitt, að lögin eru ung. Mál þetta er komið frá h. Nd., en var lagt fyrir þingið af stjórninni. Þótt málið hafi verið athugað í h. Nd. og tekið þar bótum, mun eigi að síður rjettast, að það sje skoðað í nefnd í þessari deild, og sting jeg upp á, að 3 manna nefnd sje kosin í það, að lokinni umræðu.