11.08.1913
Efri deild: 28. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í B-deild Alþingistíðinda. (1912)

79. mál, umboð þjóðjarða

Eiríkur Briem:

Jeg vil leyfa mjer að stinga upp á, að nefnd verði skipuð í þetta mál, að lokinni þessari umræðu. Þó að málið sje nokkuð þýðingarmikið, hygg jeg, að 3 manna nefnd muni nægja.

Málinu vísað til 2. umræði í einu hlj. 3. manna nefnd sþ. í e. hlj., og voru þessir kosnir í e. hlj.

Eiríkur Briem,

Hákon Kristoffersson,

Júlíus Havsteen.

Í nefndinni var Júlíus Havsteen kosinn formaður og Eiríkur Briem skrifari.

29. fundur. Miðvikudaginn 13. ágúst, kl. 5. síðd. Allir á fundi nema Sig. Stefánsson, þm. Isafjk., sem hafði tilkynt sjúkdómsforföll.