16.08.1913
Efri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 573 í B-deild Alþingistíðinda. (1938)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Jósef Björnsson:

Jeg ætlaði mjer ekki að taka til máls við þessa umræðu. En úr því verið er að biða eftir hv. ráðherra, sem er ekki viðlátinn í bili, af því að hann þarf að vera í Nd., þá ætla jeg að gera ofurlitla athugasemd út af því, sem nefndinni hefur verið álasað fyrir tillögu sina um endurgreiðslu á símaláninu, og reynt að finna ósamræmi í tillögum hennar, einkum í sambandi við Patreksfjarðarsímann. Það hefur verið samþykt hjer í deildinni, að gera þá linu að 1. flokkslínu, og það liggur nú fyrir hv. Nd. Það liggur í augum uppi, að hjer kemst enginn samanburður að. Ef það verður ofan á, að gera þessa linu að 1. flokks línu, þá þarf ekki sjerstaklega þessa 5 þús. kr. eftirgjöf, því að hún felst þá í upphæð þeirri, sem verður endurgreidd, af því að línan var hafin í 1. flokk. En þá er það hefur að fullu verið samþykt, að setja hana í 1, flokk, þá fyrst kemur það til að skera úr því, hvort endurgreiða eigi hlutaðeigandi hjeraði alla upphæðina, sem það hefur lagt fram, eða aðeins það, sem hún á óendurgoldið af láninu, og er þá sjálfsagt, að við yrði haft fullt samræmi við aðrar endurgreiðslur. Það var aðeins þessi athugasemd, er jeg vildi gera.

En úr því að jeg stóð upp, þá vil jeg geta þess um brtill. á þgskj. 444, að jeg hef áskilið mjer rjett til þess í nefndinni, að sitja við atkvæðagreiðslu um þá grein frv., er brtill. snertir, og mun jeg því ekki greiða atkv. gegn þeirri brtill.