16.08.1913
Efri deild: 31. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í B-deild Alþingistíðinda. (1941)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Sigurður Eggerz:

Það, sem jeg hef sagt, er þetta, að innanríkisráðherrann danski hafi ekki heimild til þess, að gera neinar þær ráðstafanir, sem skuldbindandi sjeu fyrir Ísland í þessu efni. Þetta hygg jeg að öllum hljóti að vera ljóst. En með því að samþykkja, að innanríkisráðherrann gerði þessa ráðstöfun, hefur ráðherra vor komið því til leiðar, að í stað þess, að hið Sameinaða gufuskipafjelag hefði átt að lögsækja Ísland, verður Ísland nú að lögsækja fjelagið. Jeg hygg ekki, að mikið sje byggjandi á því ákvæði stöðulaganna, sem hæstv. ráðherra vitnaði í. Þótt vjer gefum slik tolllög, þá er ekki hægt að segja, að þar með sje lagt á póstferðirnar sjerstaklega, því að Sameinaða fjelagið er ekki neytt til að taka kol sín hjer. En ef svo væri, þá ætti fjelagið að minsta kosti að sanna, hvað mikið af kolum það þyrfti að taka hjer.