18.08.1913
Efri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 610 í B-deild Alþingistíðinda. (1952)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Jósef Björnsson:

Það er ekki mikið um þetta mál að segja. Nd. hefur aðeins breytt einu orði í frv. Hún hefur sett í frv., að löggjafarvaldið ákveði, hvenær sjóðurinn tekur til starfa, en áður stóð í frv., að alþingi gerði það. Eftir þessu þarf nú lög til að ákveða þetta, en eftir fyrra ákvæðinu þurfti að margra dómi ekki nema þingsályktun til þess.

Breytingin er ekki svo stór, að nefndin geti ekki fallizt á frv. þess vegna, og býst við, að deildin samþ. frv. óbreytt, og vil mæla með því.