16.07.1913
Neðri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í C-deild Alþingistíðinda. (196)

14. mál, vitagjald

Framsögum. (Bjarni Jónsson):

“Mikils hefir þeim nú þótt við þurfa„ — Eg skal leiða minn hest frá því, að halda út í kappræður um þetta mál. Mér það ekki svo mikið áhugamál um þessi Skemtiferðaskip. En þess skal eg geta, að háttv. þm. hafa misskilið hvað nefndin lagði í þau orð. Með því á hún við ekkert annað, en fólksflutningaskip, hvort sem þau eru nú eign einstakra manna, eða félaga —, skip, sem eingöngu eru ætluð til slíkra ferða Sem þessi, er flytja ferðamenn að sunnan til Íslands, Noregs og Svalbarða. Og með till. okkar um þau höfðum við einungis hagsmuni Íslendinga fyrir augum, en alls enga vorkunnsemi. Nefndin leit svo á, að það væri landinu meiri skaði, ef af legðust komur þessara útlendinga hingað, en hitt, þótt landssj. misti vitagjaldsins af skipum þeirra. Og ef nokkur gæti sannað mér það, að þeir hættu ekki að koma hér, þrátt fyrir vitagjaldið, þá skyldi eg vera því meðmæltur, að það yrði á lagt. En líkurnar eru allar til ins gagnstæða, því að ekki þurfa þessi skip að leita hér hafna til þess, að farþegar fái að sjá það, sem fegurst er af því, sem þeir geta séð af landi þessu. Þau geta siglt hér með ströndum fram í sumarblíðunni og notið þess sem bezt er af fjallasýninni, og útbúnað hafa þau svo góðan, að einskis er að sakna, sem vér getum Veitt þeim hér á þurru landi.

Út af því að þessar umræður hafa orðið hér, ætla eg þó að minnast á nokkur atriði enn. Eins og menn vita eru það einkum bæirnir, Rvík og Akureyri, sem hafa hag af þessum skipakomum. Og það liggur í augum uppi, að sá hagur er miklu meiri, en tekjur landssjóðs af vitagjaldinu yrði. Það er algerlega villandi, að reika þann hag ekki annan, en þann sem af þeim fæst í tollum, því að það er hagur landssjóðs eina, en ekki landsins alls. Og eg yrði feginn, ef eg heyrði því einhvern tíma hætt hér í deildinni, þar sem eiga þó að vera fullorðnir menn, að rugla þessu tvennu saman, — hætta að heimta 500 kr. í landssjóðinn með 5000 kr. skaða fyr landsmenn. Eg verð sem sé að álíta — þó að eg þyki nú ef til vili ekki svo mikill fjármálamaður fyrir sjálfan mig, að mér farist um að tala — að það séu þeir, sem eiga hann, en hann ekki þá, og þegar öllu er á botninn hvolft, geri það í rauninni ekki svo mikið til, hvernig hann stendur sig, ef þeir að eins standa sig nógu vel, því að sé þjóðin rík, á má efla hann. Og síðastur allra ætti sjóður þjóðarinnar að verða til þess, að sjúga hana sjálfa um of.

Eg trúi því vel, sem háttv. 2. þm. Rvk. (J. J.) sagði áðan, að tekjur af þessum skipum muni nema alt að 20 þús. kr. Eina og sagt hefir verið, hafa tekjur póstsjóðs af þeim verið meiri, en vitagjaldinu nemur. Þar með eru þó ekki talin 8 þús. af póstkortum, og mörg af þeim eru gerð hér á Íslandi, svo að hagurinn sá rennur beint í vasa landsmanna, og sömuleiðis verzlunarhagurinn af hinum. Svo er öll borgun fyrir fylgdarmenn, vagna og hesta. Ekki eru þeir aðfluttir, og ekki er það rétt, að þeir hefðu átt annarar jafngóðrar atvinnu kost ella. Það leiðir af fjölmenninu á þessum stöðum, að ætíð er margt af mönnum, og þá ekki síður farkosti, sem ekkert væri við að gera ella, svo að mikið af þessu fé er því hreinn gróði.

Það hafa sumir sagt, að ferðamenn þessa muni ekki um hækkun á fargjaldi, af því að þeir séu auðmenn. Þetta er rangt. Langflestir af þeim eru verzlunarmenn og kennarar o. s. frv., sem ferðast þetta í sumarleyfi sínu, en ekki auðmenn. En eins og eg sagði áðan, var það samt ekki af neinum brjóstgæðum, að nefndin lagði þetta til, heldur landinu í hag, og þeir sem eru sannfærðir um að skipin komi eftir sem áður, bera ábyrgðina á því, ef sá hagur tapast.

Eins og háttv. 2. þm. Rvk. (J. J.) sagði, er það ekki tilætlun nefndarinnar að þetta taki til lystiskipa einstakra auðmanna, enda væri ástæðulaust að undanþiggja þau neinu slíku gjaldi.

Til þess að undanþiggja skip, sem leita hafnar í neyð, hafði nefndin að eins eina ástæðu, og hún er sú, að fylgja þar sömu reglu sem nágranna-þjóðirnar. Mér er alveg sama hvað gert verður í því, og nefndin leggur víst enga áherzlu á það, en réttara taldi hún það þó.

Þótt eg leggi enga áherzlu á það, hvort skemtiferðaskipin flytja hingað mikið eða lítið af gömlu og nýju kjöti, þá verð eg hins vegar að leggja mikla áherzlu á það, að Íslendingar komi afurðum sínum sem greiðlegast á markað. Enda voru fáir ræðumenn því mótfallnir, að botnvörpuskipin íslenzku, sem sigla með afla sinn, fái þessa undanþágu. Meira að segja var með því einn háttv. þm., sem annars er á móti þessum till. hinum. Þar sem sagt er að þessi skip eigi að borga mikið, af því að þau komi á flest fiskimið, þá er það ekki rétt, því að miðin eru ekki fremur þar sem vitarnir eru. Annars virðist sanngjarnt að öll skip, sem yfirleitt nota vitana jafnmikið, greiði jafnhátt gjald, nema hvað þau sem stærri eru eiga auðvitað að borga meira. Það er nægur greinarmunur, og rétt er líka að gera mun á innlendum og útlendum, ef hitt er rangt, að gera innlendum atvinnurekendum mishátt undir höfði, og það þeim, er reka sams komar atvinnu. Að líkja þessu við simana er eigi rétt. Það er alt annað. (Þorleifur Jónsson: En brúartollarnir?) Þeir eru nú af teknir, og það var líka misrétti að þurfa fremur að borga fyrir umferð um býr, en t. d. dýra vegi, er lundið hefir látið gera hvorttveggja. Þá. er eg hissa á þeim, sem leggja áherzlu á það, að engar umkvartanir hafi heyrst frá útgerðarmönnum um þetta gjald. Nefndinni datt ekki í hug að ekki mætti koma fram með sanngjarnar breytingar án þess. Eða erum vér þá, stigamenn, sem tökum það af hverjum, sem vér náum? Á enginn gjaldstofn að vera miðaður við skynsemi, heldur við hitt eitt, hvað unt er að skrúfa út? Eg þekki marga, sem sætta sig við rangláta niðurjöfnun t. d., en rangt er alt af rangt samt. Það er auðvitað, að tekjur landssjóðs minka, þegar eitthvert gjald hverfur til einstaklinga, en ekki lengur til hans. En þjóðareignin þarf ekki að minka við það. Þær tekjur hverfa ekki, heldur getur verið að þær margfaldist einmitt betur á því, að vera í veltunni utan landssjóðs, og þá er það skarð í hann skaðlaust. Eg hefi nú lýst því, hvernig nefndin lítur á þetta, og hygg að því verði ekki með rökum mótmælt, að þetta sé sanngjörn og sjálfsögð breyting. Hitt, að undanþiggja nauðleitaskipin, er ekkert annað en kurteisi við aðrar þjóðir, sem þann sið hafa.