20.08.1913
Efri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 619 í B-deild Alþingistíðinda. (1969)

80. mál, gjafasjóður Jóns Sigurðssonar

Júlíus Havsteen:

Jeg vil aðeins lýsa því yfir, að mjer þykir leitt, að þetta mál er komið svo langt, sem það nú er komið á þessu þingi. Þetta mál hefur gengið í gegnum Nd. og er nú komið hingað upp í Ed. Jeg lít sem sje svo á, að frv. þetta fari fram á að breyta síðasta vilja látins manns og verð jeg að álíta, að það sje hin mesta lögleysa. Þegar jeg var amtmaður, hafði jeg á hendi umsjón þessa sjóðs og hef jeg því nokkra reynslu um meðferð hans. Jeg hef útbýtt ásamt Davíð Guðmundssyni prófasti í Eyjafjarðarsýslu úr sjóði þessum undir 3000 kr. á hinum svonefndu hallærisárum 1882–1889. Mjer finst engin ástæða til þess að vera að breyta ákvörðunum gefandans um sjóðinn. Jeg vil því helzt, að frv. þetta verði felt frá 2. umr., en til vara vil jeg leggja það til, að 3 manna nefnd verði skipuð í málið, ef því skyldi verða vísað til 2. umr.