20.08.1913
Efri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 623 í B-deild Alþingistíðinda. (1979)

36. mál, nafnabreytingar og ný nöfn á býlum

Einar Jónsson:

Jeg skildi ekki almennilega athugasemd hv. frsm, við fyrri brtill. mína. Mjer finst brtill. koma rjett heim við frv., og vera til skýringar á ákvæðum þess. Málsgreinin hljóðar þannig: „Nú vill maður taka upp nýtt nafn á býli, sem ekkert nafn hefur í jarðabókinni, eða húsi eða þurrabúð í kaupstað eða sjóþorpi“.

Eftir þessu sýnist mega taka upp nýtt nafn á húsi aða þurrabúð. þótt þau hafi áður haft fast nafn, en til þess mun þó ekki hafa verið ætlazt, eg því finst mjer rjett, að taka til greina þessa brtill. mína, að þau megi ekki áður hafa haft sjerstakt nafn, svo að menn geti ekki verið að breyta þessu fram og aftur, því að það getur valdið vafningi og óþægindum; og það vildi jeg láta fyrirbyggja.

Að því er aðra brtill. mína snertir, þá getur vel verið, að greinin verði ekki skilin öðruvísi en svo, að ekkert gjald verði heimtað annað en þinglestursgjald og um það atriði vildi jeg gjarnan heyra álit lögfræðinga hjer í deildinni.