16.07.1913
Neðri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í C-deild Alþingistíðinda. (198)

14. mál, vitagjald

(Bjarni Jónsson:

Má eg gera stutta athugasemd? Eg hefi ekki leyfi til að svara fyrir nefndarinnar hönd, en það er mér ekkert kappsmál, á hvern hátt dregið verður úr vitagjaldinu). Eg þakka upplýsingarnar. Mér hefir skilizt svo, að menn vilji undanskilja þessi svonefndu skemtiferðaskip vitagjaldi, af ótta fyrir því, að þau mundu að öðrum kosti hætta að koma hingað, og landsmenn mundu þá Verða af þeim gróða, er þeir hafa af viðskiftunum við ferðamenn, þá sem með skipunum eru. En þessi ótti er með öllu ástæðulaus, eins og þegar hefir sýnt sig, því að skipin hafa komið tvisvar sinnum síðan árið 1911 að vitagjaldið var lagt á þau. Farþegar hafa keypt sér far með þeim eins eftir sem áður og það munu þeir gera framvegis, ekki sízt ef þingið sýnir þá, velvild, að lækka gjaldið eitthvað dálítið. En meðan nógu margir farþegar fást, er ekki hætt við öðru en að félögin, sem skipin gera út, sjái sér hag í því að senda þau hingað.

Eg hefi skrifað breytingartillögu í þá átt, að gjaldið sé einungis lækkað og mun eg koma fram með hana Við 3. umr., ef nefndin tekur hana ekki að sér sjáif, og þegar hún kemur fram eins og hún er klædd, vona eg að háttv. nefnd geti fallist á hana. Mér er þetta ekkert kappsmál, en eg tel það ópraktískt að undanskilja þessi skip vitagjaldinu að öllu leyti, þar sem það er hreinn og beinn óþarfi. Skipin munu koma hér alveg eins eftir sem áður. Ef eg væri hræddur um að þau legðu niður komur sínar, mundi eg ekki koma fram með neina breytingartillögu.

Háttv. 2. þm. Rangv. (E. P.) sagði, að ekki væri rétt að ívilna botnvörpungunum, meðan sífelt væri verið að fjölga vitunum. Þetta væri rétt, ef tekjur vitanna yxu ekki, en háttv, þm. verður að gæta að því, að jafnframt því sem vitunum fjölgar, fjölgar siglingunum til landsins og tekjurnar aukast jafnframt því. Það helzt hvorttveggja nokkurn veginn í hendur. Á þessu er því ekkert byggjandi.

Skýring háttv. frsm. (B. J.) á skemtiskipi og skemtiferðaskipi er alveg ný, að því er eg held. Eg er ekki í efa um, að dómstólarnir mundu skilja það sama við þessi tvö orð, ef til þeirra kæmi. Ef nefndin meinar með skemtiskipum þau skip, sem eru eign einstakra manna og ekki eru gerð út í gróðaskyni, er þörf á frekari skýringu en nafnið eitt gefur. Annars skal eg taka það fram, að slík skip hafa alt af verið gjaldfrjáls hér á þessu landi fram að 1911, og þess vegna er óviðkunnanlegt að leggja nú gjald á þau. Þess háttar skip eiga líka eftir eðli sínu að vera undanskilin gjaldi. Skattur er venjulega reiknaður af tekjum. En þessi skip hafa útgjöld, en engar tekjur.

Það er auðvitað alveg rétt, sem hv. þingm. hafa haldið fram, að þessi ferðamannaskip geta siglt í kringum landið án þess að koma inn á nokkra höfn. En það er engin hætta á því að farþegar uni við slíkt, sérstaklega að ekki verði komið við hér í Reykjavík, höfuð stað landsins. Hann Vilja allir sjá, sem til landsins ferðast. Það er sömuleiðis alveg rétt, eins og háttv. framsm. tók fram, að það á ekki að spara landssjóði 500 kr. ef það verður til þess að landsmenn tapi 5000 kr. En eg er, sem sagt, alls ekki hræddur um að slíkt komi fyrir, þó að skemtiferðaskipin verði ekki að öllu leyti undanskilin vitagjaldinu.

Framsögumaður (Bjarni Jónsson): Það er að eina örstutt athugarsemd. Eg held að mér sé óhætt að halda því fram í nafni nefndarinnar, að tilætlunin hafi verið sú, að að eins skemtiferðaskip, skip sem flytja stóra flokka ferðamanna, skuli vera undanskilin vitagjaldi, en ekki skemtiskip eða lystiskútur einstakra manna. Mig varðar ekkert um, hvort þeir hafa ábata af þeim eða ekki. Við förum með þau eins og brennivín, tóbak og aðra munaðarvöru. Það eru engin gróðakaup að afla sér hennar. En það er vegna hóglífis og fagurlífis, sem tollurinn er greiddur. Og þeir menn, sem hafa ráð á að lifa því lífi, ættu að geta greitt lítilsháttar toll af því.

Grundvallarstefnuna ætla eg mér ekki að verja, en hún er sú sama sem nefnd in ætlar að fylgja, og er hún í samræmi við það sem tíðkast hjá Englendingum En þeir eru allra manna frjálslyndastir í þessum efnum. Englendingar undanskilja engin skemtiskip nema þau,sem minni eru en 5 lestir. Öll önnur gjalda vitagjald. En þeir undanskilja öll fiskiskip sín og annara þjóða. Að þeirra dæmi vil eg að við förum, að öll skip séu látin greiða vitagjald, nema þau sem okkur er hagur í að greiði það ekki. Eg get auðvitað ekki sannað, að skemtiferðaskipin, sem hér hafa komið, hætti ferðum sínum hingað ef þau verða ekki undanskilin gjaldinu. En nefndin hefir farið að dæmi margra hygginna manna og fylgt reglunni: “peccare in cautiorem partem„.

Mér skilst eftir umræðunum og undirtektum manna, að hyggilegast sé að hleypa öllu til 3. umræðu og að menn kæmu. þá með breytingartill., bæði hv. 1, þm. G.-K. (B. Kr.) og aðrir.

Áður en eg sezt niður í síðasta sinn, skal eg lýsa yfir því, að þetta er hvorki nefndinni né mér neitt kappsmál, nema ef vera skyldi það, að réttlátlegar væri farið með íslenzku fiskimennina, sem flytja vöru sína sjálfir á erlendan markað.