21.08.1913
Efri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (1984)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Sigurður Eggerz:

Jeg skal ekki vera langorður, það var að eins stutt athugasemd, er jeg vildi gera. Hæstv. ráðherra tók það fram við 2. umr. þessa máls, að það væri sprottið af vanþekkingu hjá mjer, að halda því fram, að skip gæti tekið kol í Færeyjum. Jeg skal fúslega játa það, að jeg hef ekki fengið þessa þekkingu mína hjá „Det forenede Dampskibsselskab“, en þar fyrir hygg jeg, að hjer sje ekki talað. út í bláinn. Jeg hef síðan aflað mjer upplýsinga um þetta atriði, og samkvæmt þeim upplýsingum, er jeg hef fengið, þá geta skip birgt sig svo af kolum í Færeyjum, að þau nægi þeim þótt þau fari í kringum land, þangað til þau koma aftur í Færeyjar. Og stundum hafa skip tekið kol í Leith á leið til Íslands, og þau duga, þangað til þau koma þangað aftur.

Sje nú það, sem hjer hefur verið tekið fram, rjett, þá hefur Sameinaða fjelagið alls ekki neitt til að byggja kröfur sínar á.

Að öðru leyti finn jeg ekki ástæðu til að taka afiur fram, það sem jeg sagði við 2. umræðu, en læt mjer nægja að vísa til þess.

Annars finst mjer, að þótt hv. stjórn geti verið nógu hörkuleg á svipinn, þegar hún horfir framan í þm. V.-Skapt., að svipurinn sje ekki að sama skapi harður, þegar hún stendur augliti til auglitis við Dani.